Umhverfisslys í uppsiglingu Róbert Marshall skrifar 10. mars 2021 16:01 Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur. -Og ætlarðu ekki að styðja okkur í að fá jarðgöng? -Jarðgöng? -Já, í gegnum Reynisfjall. Ég skellihló. -Er það nú ekki svolítið langt gengið? Þeim var alvara. Vegurinn yfir fjallið væri hættulegur að vetri. Ég samþykkti það en sagði að mér finndist þetta samt hljóma eins og einhver vitleysa. Vildu þeir í alvöru fá jarðgöng út úr Reynisfjalli í kyrrlátum enda bæjarins og þjóðveg milli þorpsins og Reynisdranga. Milli fólksins og fjörunnar. Svo rifumst við um þetta eitthvað áfram. Allt í góðu. Ári síðar varð ég aðstoðarmaður samgönguráðherra og fékkst við lítið annað í tvö ár en samgöngur og öll þau fræði sem þeim tengjast. Merkilegur málaflokkur samgöngumálin. Það hafa allir skoðanir á þeim enda snertir fátt líf okkar með jafnbeinum hætti og hvernig við komumst um. Hvar vegur liggur, brú er byggð, jarðgöng boruð, flugvöllur, ferja, höfn, malbik, vetrarþjónusta. Hvað um það. Ég komst að því að Vegagerðin taldi þá skynsamlegast að gera lagfæringu á Gatnabrúninni, svo nefnist hækkunin upp veginn yfir Reynisfjall, þannig að kröpp beygjan yrði fjarlægð og búin til lengri brekka með minni halla. Þetta þótti mér líka skynsamleg lausn. En henni hafði ítrekað verið hafnað af sveitarstjórn heimamanna sem vildu greiðfæran láglendisveg. Það er rétt hjá þeim að lagfæringin á veginum breytir ekki þeirri staðreynd að um fjallveg þarf að fara til og frá bænum. Það sama gildir reyndar um Reykjavík. Akureyri. Ísafjörð. Stykkishólm og Egilsstaði. Og mörg mörg önnur sveitarfélög á landinu. Vegurinn um Reynisfjall liggur í 119 metra hæð. Til samanburðar er Hellisheiðin 374 metrar og Holtavörðuheiði 407. Semsagt töluvert hærri. Oft hef ég ekið um Reynisfjall í vondum veðrum. Það er ekki þægilegt. En þá er reyndar ekki heldur þægilegt að aka milli Víkur og Skóga framhjá Pétursey þar sem verða miklar hviður. Þegar ekki er gott ferðaveður er ekki gott að ferðast. Göng undir Reynisfjall breyta því ekki. Það versta við þessa hugmynd eru þó umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Þar sem vegurinn á að liggja er að finna einstæðar jarðminjar og sérlega fjölskrúðugt fuglalíf. Brekkubobbinn, sjaldgæft dýr í íslenskri náttúru (landsnigill), hefur búið um sig í hlíðum Reynisfjalls. Vegurinn er nefnilega teiknaður um Dyrhólaós sem er á náttúruminjaskrá vegna sjávarleirna með sérstæðum lífsskilyrðum. Ósar eru mikilvægir fæðuöflunarstaðir vaðfugla en þar finnast gjarnan leirur sem eru orkuuppspretta fyrir fuglalíf. Nú gerir Vegagerðin ráð fyrir því að hefja framkvæmdir við göngin í lok næsta árs. Það er búið að auglýsa tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar og þar segir að hún kunni að hafa áhrif á búsvæði og fæðuöflunarsvæðum fugla auk óbeinna áhrifa á nærumhverfi. Unnin verður úttekt á fuglalífi og gerð grein fyrir niðurstöðum þeirrar rannsóknar á síðari stigum umhverfismatsferlisins, þ.e. í frummatsskýrslu. Umsagnarfrestur er liðinn. Jóhann Óli Hilmarsson vann skýrslu um fuglalífið við Dyrhólaós árið 2013 og benti sú rannsókn til að vegstæði með bökkum Dyrhólaóss gæti haft varanleg og skaðleg áhrif á fuglalíf við ósinn. „Margir fuglar nota túnin og mýrarnar kringum ósinn til fæðuöflunar og sækja svo á ósinn til hvíldar eða flýja þangað, ef þeir verða fyrir styggð. Í frétt á heimasíðu Fuglaverndar er bent á að skýrslu Jóhanns Óla sé „því miður ekki getið“ í drögum Vegagerðarinnar. Varnargarður verður svo reistur austan Reynisfjalls til að verja nýjan veg fyrir ágangi sjávar. Umferðarstraumi sem fimmfaldaðist á 7 árum fyrir Covid-19 verður þannig stefnt á milli þorpsins og útsýnisins að Reynisdröngum. Mér finnst þetta enn svolítið langt gengið. Það er til mun einfaldari og ódýrari lausn sem felur í sér lagfæringu á Gatnabrúninni og færslu þjóðvegarins norðan við bæinn. Hún er ekki gallalaus umhverfislega séð, fer um mikilvæga sjófuglabyggð undir Víkurhömrum, en hún er engu að síður mun skárri kostur en það mikla og varanlega umhverfisslys sem er í uppsiglingu í Mýrdalshreppi. Höfundur tekur þátt í forvali VG í Suðurkjördæmi 10-12 apríl nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mýrdalshreppur Suðurkjördæmi Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur. -Og ætlarðu ekki að styðja okkur í að fá jarðgöng? -Jarðgöng? -Já, í gegnum Reynisfjall. Ég skellihló. -Er það nú ekki svolítið langt gengið? Þeim var alvara. Vegurinn yfir fjallið væri hættulegur að vetri. Ég samþykkti það en sagði að mér finndist þetta samt hljóma eins og einhver vitleysa. Vildu þeir í alvöru fá jarðgöng út úr Reynisfjalli í kyrrlátum enda bæjarins og þjóðveg milli þorpsins og Reynisdranga. Milli fólksins og fjörunnar. Svo rifumst við um þetta eitthvað áfram. Allt í góðu. Ári síðar varð ég aðstoðarmaður samgönguráðherra og fékkst við lítið annað í tvö ár en samgöngur og öll þau fræði sem þeim tengjast. Merkilegur málaflokkur samgöngumálin. Það hafa allir skoðanir á þeim enda snertir fátt líf okkar með jafnbeinum hætti og hvernig við komumst um. Hvar vegur liggur, brú er byggð, jarðgöng boruð, flugvöllur, ferja, höfn, malbik, vetrarþjónusta. Hvað um það. Ég komst að því að Vegagerðin taldi þá skynsamlegast að gera lagfæringu á Gatnabrúninni, svo nefnist hækkunin upp veginn yfir Reynisfjall, þannig að kröpp beygjan yrði fjarlægð og búin til lengri brekka með minni halla. Þetta þótti mér líka skynsamleg lausn. En henni hafði ítrekað verið hafnað af sveitarstjórn heimamanna sem vildu greiðfæran láglendisveg. Það er rétt hjá þeim að lagfæringin á veginum breytir ekki þeirri staðreynd að um fjallveg þarf að fara til og frá bænum. Það sama gildir reyndar um Reykjavík. Akureyri. Ísafjörð. Stykkishólm og Egilsstaði. Og mörg mörg önnur sveitarfélög á landinu. Vegurinn um Reynisfjall liggur í 119 metra hæð. Til samanburðar er Hellisheiðin 374 metrar og Holtavörðuheiði 407. Semsagt töluvert hærri. Oft hef ég ekið um Reynisfjall í vondum veðrum. Það er ekki þægilegt. En þá er reyndar ekki heldur þægilegt að aka milli Víkur og Skóga framhjá Pétursey þar sem verða miklar hviður. Þegar ekki er gott ferðaveður er ekki gott að ferðast. Göng undir Reynisfjall breyta því ekki. Það versta við þessa hugmynd eru þó umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Þar sem vegurinn á að liggja er að finna einstæðar jarðminjar og sérlega fjölskrúðugt fuglalíf. Brekkubobbinn, sjaldgæft dýr í íslenskri náttúru (landsnigill), hefur búið um sig í hlíðum Reynisfjalls. Vegurinn er nefnilega teiknaður um Dyrhólaós sem er á náttúruminjaskrá vegna sjávarleirna með sérstæðum lífsskilyrðum. Ósar eru mikilvægir fæðuöflunarstaðir vaðfugla en þar finnast gjarnan leirur sem eru orkuuppspretta fyrir fuglalíf. Nú gerir Vegagerðin ráð fyrir því að hefja framkvæmdir við göngin í lok næsta árs. Það er búið að auglýsa tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar og þar segir að hún kunni að hafa áhrif á búsvæði og fæðuöflunarsvæðum fugla auk óbeinna áhrifa á nærumhverfi. Unnin verður úttekt á fuglalífi og gerð grein fyrir niðurstöðum þeirrar rannsóknar á síðari stigum umhverfismatsferlisins, þ.e. í frummatsskýrslu. Umsagnarfrestur er liðinn. Jóhann Óli Hilmarsson vann skýrslu um fuglalífið við Dyrhólaós árið 2013 og benti sú rannsókn til að vegstæði með bökkum Dyrhólaóss gæti haft varanleg og skaðleg áhrif á fuglalíf við ósinn. „Margir fuglar nota túnin og mýrarnar kringum ósinn til fæðuöflunar og sækja svo á ósinn til hvíldar eða flýja þangað, ef þeir verða fyrir styggð. Í frétt á heimasíðu Fuglaverndar er bent á að skýrslu Jóhanns Óla sé „því miður ekki getið“ í drögum Vegagerðarinnar. Varnargarður verður svo reistur austan Reynisfjalls til að verja nýjan veg fyrir ágangi sjávar. Umferðarstraumi sem fimmfaldaðist á 7 árum fyrir Covid-19 verður þannig stefnt á milli þorpsins og útsýnisins að Reynisdröngum. Mér finnst þetta enn svolítið langt gengið. Það er til mun einfaldari og ódýrari lausn sem felur í sér lagfæringu á Gatnabrúninni og færslu þjóðvegarins norðan við bæinn. Hún er ekki gallalaus umhverfislega séð, fer um mikilvæga sjófuglabyggð undir Víkurhömrum, en hún er engu að síður mun skárri kostur en það mikla og varanlega umhverfisslys sem er í uppsiglingu í Mýrdalshreppi. Höfundur tekur þátt í forvali VG í Suðurkjördæmi 10-12 apríl nk.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun