SALEK eða öfluga verkalýðsbaráttu í VR? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. mars 2021 07:01 Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar