Innlent

Konan sem lýst var eftir komin í leitirnar

Kolbeinn Tumi Daðason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Konan sást síðast í grennd við heimili sitt við Fjarðarás í Árbænum.
Konan sást síðast í grennd við heimili sitt við Fjarðarás í Árbænum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sjötugri konu sem síðast sást til í nágrenni við heimili sitt við Fjarðarás í Árbænum um hádegisbil í dag.

Konan er með rúmlega axlarsítt, hvítt hár og er u.þ.b. 173 sm á hæð. Konan kann að vera illa áttuð og óvíst hvort hún rati heim til sín. Hún er klædd í síða bláa kápu með hettu, svartar buxur og brúnleita skó. 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um konuna eða ferðir hennar eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært kl. 17:14:

Konan er komin í leitirnar heil á húfi. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina en þyrluáhöfn var við æfingar á Reykjanesi þegar aðstoðarbeiðni barst frá lögreglu og er þyrlan nú snúin aftur til æfinga á Reykjanesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×