Mikilvægi menntastefnu á breyttum vinnumarkaði Sigmundur Halldórsson skrifar 3. mars 2021 09:01 VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar