Að vængstífa fólk Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 2. mars 2021 08:31 Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar