Manneskjur en ekki vinnuafl Drífa Snædal skrifar 26. febrúar 2021 15:01 Það vita það allir sem töluðu við þá Rúmena sem unnu hjá Menn í Vinnu að þar var pottur brotinn. Ég fylgdist vel með í upphafi og ræddi ítarlega við þá sem leituðu aðstoðar. Hvað sem öðru líður þá var það ljóst fyrir mér að þeir voru þolendur þess ómannúðlega kerfis sem við höfum rekið okkar samfélag á síðustu árin. Það var uppgangur í efnahagslífinu í mörg ár, við höfðum ekki mannskap í að vinna þau verk sem þurfti og við fengum fólk að utan til að leggja hönd á plóg. En við höfum aldrei risið undir þeirri ábyrgð sem felst í því að taka á móti erlendu fólki á íslenskum vinnu- og húsnæðismarkaði. Við ætlum þeim lægst launuðu störfin, erfiðustu störfin og lélegasta aðbúnaðinn. Þekking þeirra, færni og menntun er kerfisbundið vanmetin og dæmi eru um atvinnurekendur sem halda frá erlendu launafólki upplýsingum um réttindi þeirra og greiða þeim jafnvel ekki laun í samræmi við kjarasamninga. Eins og komið hefur fram í fundaröð ASÍ, SGS og Eflingar í vikunni búum við í heimi þversagna. „Vinnuaflið“ á að vera hreyfanlegt og aðlaga sig en samfélag okkar er ekki hreyfanlegt eða tilbúið til að aðlaga sig. Til dæmis byggðum við upp heilan ferðamannaiðnað með mikilli opinberri stefnumótun án þess að fjalla um starfsfólkið sem bar uppi þessa þjónustu. Hvaðan það ætti að koma og hvernig við gætum staðið sem best að því? Dómurinn sem féll í vikunni er staðfesting á því að kerfið okkar er laskað og ómannúðlegt hvort sem dómarar telja það rúmast innan laganna eða ekki. Það er ógnvekjandi hvað hin ósýnilegu störf eru slitin úr samhengi við manneskjur og velferð þeirra. Annað öskrandi dæmi um þetta birtist okkur í vikunni þegar ræstingafólki og starfsfólki þvottahúss á Heilbrigðisstofnun Suðurlands var sagt upp störfum. Farið var í útboð á ræstingunni til að hagræða og var „kostnaður langt undir kostnaðaráætlun“. Það þýðir á mannamáli að starfsfólkið sem sinnir ræstingu og þvottum fær lægri laun og/eða býr við minna öryggi. Fjögur stéttarfélög á Suðurlandi hafa bent á að þetta séu kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og vægast sagt lítilsvirðing við störf þessa hóps sem hefur verið í framlínunni á tímum heimsfaraldurs. Ég tek undir af heilum hug og ætlast til þess að opinberar stofnanir eins og aðrir atvinnurekendur hugsi um launafólk sem manneskjur, ekki eingöngu vinnuafl. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það vita það allir sem töluðu við þá Rúmena sem unnu hjá Menn í Vinnu að þar var pottur brotinn. Ég fylgdist vel með í upphafi og ræddi ítarlega við þá sem leituðu aðstoðar. Hvað sem öðru líður þá var það ljóst fyrir mér að þeir voru þolendur þess ómannúðlega kerfis sem við höfum rekið okkar samfélag á síðustu árin. Það var uppgangur í efnahagslífinu í mörg ár, við höfðum ekki mannskap í að vinna þau verk sem þurfti og við fengum fólk að utan til að leggja hönd á plóg. En við höfum aldrei risið undir þeirri ábyrgð sem felst í því að taka á móti erlendu fólki á íslenskum vinnu- og húsnæðismarkaði. Við ætlum þeim lægst launuðu störfin, erfiðustu störfin og lélegasta aðbúnaðinn. Þekking þeirra, færni og menntun er kerfisbundið vanmetin og dæmi eru um atvinnurekendur sem halda frá erlendu launafólki upplýsingum um réttindi þeirra og greiða þeim jafnvel ekki laun í samræmi við kjarasamninga. Eins og komið hefur fram í fundaröð ASÍ, SGS og Eflingar í vikunni búum við í heimi þversagna. „Vinnuaflið“ á að vera hreyfanlegt og aðlaga sig en samfélag okkar er ekki hreyfanlegt eða tilbúið til að aðlaga sig. Til dæmis byggðum við upp heilan ferðamannaiðnað með mikilli opinberri stefnumótun án þess að fjalla um starfsfólkið sem bar uppi þessa þjónustu. Hvaðan það ætti að koma og hvernig við gætum staðið sem best að því? Dómurinn sem féll í vikunni er staðfesting á því að kerfið okkar er laskað og ómannúðlegt hvort sem dómarar telja það rúmast innan laganna eða ekki. Það er ógnvekjandi hvað hin ósýnilegu störf eru slitin úr samhengi við manneskjur og velferð þeirra. Annað öskrandi dæmi um þetta birtist okkur í vikunni þegar ræstingafólki og starfsfólki þvottahúss á Heilbrigðisstofnun Suðurlands var sagt upp störfum. Farið var í útboð á ræstingunni til að hagræða og var „kostnaður langt undir kostnaðaráætlun“. Það þýðir á mannamáli að starfsfólkið sem sinnir ræstingu og þvottum fær lægri laun og/eða býr við minna öryggi. Fjögur stéttarfélög á Suðurlandi hafa bent á að þetta séu kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og vægast sagt lítilsvirðing við störf þessa hóps sem hefur verið í framlínunni á tímum heimsfaraldurs. Ég tek undir af heilum hug og ætlast til þess að opinberar stofnanir eins og aðrir atvinnurekendur hugsi um launafólk sem manneskjur, ekki eingöngu vinnuafl. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun