Einstakt mál eða einstök mál? Olga Margrét Cilia skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar