Í dagbók lögreglu yfir helstu tíðindi frá klukkan ellefu í morgun til fimm í dag eru þá tvær færslur sem snúa að akstri undir áhrifum. Klukkan hálf tólf var ökumaður stöðvaður í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá reyndist án ökuréttinda og á ótryggðri bifreið.
Þá var bifreið stöðvuð í vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum. Ökumaður hennar var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og reyndist bílprófslaus eftir fyrri afskipti lögreglu af honum.