Vanhugsuð tillaga um afslátt af sköttum fyrir ferðamenn Þórir Garðarsson skrifar 22. febrúar 2021 11:31 Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun