Keflavík og Leiknir R. með stórsigra á meðan HK lagði Aftureldingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 15:15 Kian Paul James Williams var meðal markaskorara Keflavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Þremur leikjum til viðbótar í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu er nú lokið. Keflavík vann Vestra 5-0, Leiknir Reykjavík vann ÍBV 4-1 og HK vann Aftureldingu 2-0 í Kórnum. Sigurliðin leika öll í Pepsi Max deildinni í sumar á meðan tapliðin eru öll deild neðar í Lengjudeildinni. Keflavík og Leiknir Reykjavík verða bæði nýliðar. Í Reykjaneshöllinni unnu heimamenn í Keflavík öruggan 5-0 sigur á Vestra frá Ísafirði. Magnús Þór Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og Helg Þór Jónsson tvöfaldaði forystuna þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, staðan 2-0 í hálfleik. Í þeim síðari bættu Ari Steinn Guðmundsson og Kian Paul James Williams við mörkum fyrir Keflavík áður en Friðrik Þórir Hjaltason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Lokatölur 5-0 í leik sem var að því virðist ansi grófur en alls fór gula spjaldið sjö sinnum á loft. Vestri hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Keflavík gerði 3-3 jafntefli við Gróttu í fyrstu umferð. Í Breiðholti var ÍBV í heimsókn. Eyjamenn fara súrir heim en þeir skoruðu sárabótarmark undir lok leiks, lokatölur 4-1. Fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon skoraði þrennu fyrir Leikni R. og miðvörðurinn Bjarki Aðalsteinsson bætti við fjórða markinu. Var staðan orðin 4-0 í hálfleik. Þrenna frá fyrirliðanum! Staðan er 4-0 og kominn hálfleikur. #StoltBreiðholts pic.twitter.com/dNlF7A7Cc7— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) February 20, 2021 Leiknir bætti þar með upp fyrir 4-0 tapið í fyrstu umferð. ÍBV hefur hins vegar tapað báðum leikjum sínum hingað til. Þá vann HK 2-0 sigur á Aftureldingu í blíðskaparveðri inn í Kór í Kópavogi. Markaskorara vantar enn úr þeim leik. HK hefur nú leikið tvo leiki og unnið þá báða 2-0. Afturelding vann Víking Ólafsvík 3-0 í fyrstu umferð. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík HK Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Sigurliðin leika öll í Pepsi Max deildinni í sumar á meðan tapliðin eru öll deild neðar í Lengjudeildinni. Keflavík og Leiknir Reykjavík verða bæði nýliðar. Í Reykjaneshöllinni unnu heimamenn í Keflavík öruggan 5-0 sigur á Vestra frá Ísafirði. Magnús Þór Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og Helg Þór Jónsson tvöfaldaði forystuna þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, staðan 2-0 í hálfleik. Í þeim síðari bættu Ari Steinn Guðmundsson og Kian Paul James Williams við mörkum fyrir Keflavík áður en Friðrik Þórir Hjaltason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Lokatölur 5-0 í leik sem var að því virðist ansi grófur en alls fór gula spjaldið sjö sinnum á loft. Vestri hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Keflavík gerði 3-3 jafntefli við Gróttu í fyrstu umferð. Í Breiðholti var ÍBV í heimsókn. Eyjamenn fara súrir heim en þeir skoruðu sárabótarmark undir lok leiks, lokatölur 4-1. Fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon skoraði þrennu fyrir Leikni R. og miðvörðurinn Bjarki Aðalsteinsson bætti við fjórða markinu. Var staðan orðin 4-0 í hálfleik. Þrenna frá fyrirliðanum! Staðan er 4-0 og kominn hálfleikur. #StoltBreiðholts pic.twitter.com/dNlF7A7Cc7— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) February 20, 2021 Leiknir bætti þar með upp fyrir 4-0 tapið í fyrstu umferð. ÍBV hefur hins vegar tapað báðum leikjum sínum hingað til. Þá vann HK 2-0 sigur á Aftureldingu í blíðskaparveðri inn í Kór í Kópavogi. Markaskorara vantar enn úr þeim leik. HK hefur nú leikið tvo leiki og unnið þá báða 2-0. Afturelding vann Víking Ólafsvík 3-0 í fyrstu umferð.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík HK Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki