Áfrýjun Navalnís hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 13:41 Alexei Navalní í dómsal í dag. EPA/YURI KOCHETKOV Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. Navalní var þann 2. febrúar dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa brotið gegn skilorði þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu í síðasta mánuði og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Hann var dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og áfrýjaði dómnum. Sú áfrýjun var tekin fyrir í dag en hafnað. Dómari stytti þó dóm Navalnís vegna þess að hann hafði áður setið í stofufangelsi og þarf hann því að verja tveimur og hálfu ári í fanganýlendu í Síberíu. Í málflutningi sínum sagði Navalní að hann hefði ekki brotið gegn skilorði sínu. Hann hefði ekki getað verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld því hann hefði verið að jafna sig eftir eitrun. Hann sagðist ekki vilja monta sig en benti á að allur heimurinn hefði vitað hvar hann væri og hann hefði snúið heim um leið og hann hafi jafnað sig. Í ræðu sinni vísaði Navalní í biblíuna, söguna um Harry Potter og jafnvel teiknimyndaþættina Rick and Morty og hvatti hann Rússa til að láta ekki undan þrýstingi frá yfirvöldum og berjast fyrir sanngjarnari Rússlandi. Beindi hann orðum sínum til dómarans og bað hann um að ímynda sér hvað það gæti verið gott að búa í Rússlandi án allra lyganna. Án þess að fólk væri að segja honum hvernig hann ætti að dæma. Þá sagðist Navalní ekki sjá eftir neinu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að líf Navalnís væri í hættu og að sleppa ætti honum úr haldi. The Court has decided to grant an interim measure on behalf of Aleksey Navalnyy indicating to the Russian Government to release himhttps://t.co/YNa0vrM83Y#ECHR #CEDH #ECHRpress— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) February 17, 2021 Navalní var svo færður aftur fyrir dómara skömmu síðar vegna annars máls gegn honum. Það snýr að ummælum hans um uppgjafahermann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Hann og aðrir tóku þátt kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Navalní kallaði hermanninn og aðra svikara og ýmislegt annað. Saksóknarar hafa farið fram á að Navalní verði sektaður vegna þeirra ummæla. Sjálfur segir hann að þetta mál, og önnur gegn honum, sé ætlað að þagga niður í honum. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, fylgdist með málaferlunum í dag. Hann segir Navalní hafa flutt aðra ræðu í seinni réttarhöldunum og gagnrýnt ríkið harðlega vegna málsins. Gífurlega miklum peningum hefði verið eytt í málið gegn Navalní, sem hefði verið hægt að verja í eitthvað annað, þar á meðal málefni uppgjafahermanna. Búist er við úrskurði í því máli seinna í dag. Navalny goes through the investigations team. "15 idlers and blockheads came to Moscow, got free housing to investigate this crime more money was spent on that than the veteran has probably got his whole life. One day of this court costs more than the veteran got for 4 years."— max seddon (@maxseddon) February 20, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Navalní var þann 2. febrúar dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa brotið gegn skilorði þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu í síðasta mánuði og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Hann var dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og áfrýjaði dómnum. Sú áfrýjun var tekin fyrir í dag en hafnað. Dómari stytti þó dóm Navalnís vegna þess að hann hafði áður setið í stofufangelsi og þarf hann því að verja tveimur og hálfu ári í fanganýlendu í Síberíu. Í málflutningi sínum sagði Navalní að hann hefði ekki brotið gegn skilorði sínu. Hann hefði ekki getað verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld því hann hefði verið að jafna sig eftir eitrun. Hann sagðist ekki vilja monta sig en benti á að allur heimurinn hefði vitað hvar hann væri og hann hefði snúið heim um leið og hann hafi jafnað sig. Í ræðu sinni vísaði Navalní í biblíuna, söguna um Harry Potter og jafnvel teiknimyndaþættina Rick and Morty og hvatti hann Rússa til að láta ekki undan þrýstingi frá yfirvöldum og berjast fyrir sanngjarnari Rússlandi. Beindi hann orðum sínum til dómarans og bað hann um að ímynda sér hvað það gæti verið gott að búa í Rússlandi án allra lyganna. Án þess að fólk væri að segja honum hvernig hann ætti að dæma. Þá sagðist Navalní ekki sjá eftir neinu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að líf Navalnís væri í hættu og að sleppa ætti honum úr haldi. The Court has decided to grant an interim measure on behalf of Aleksey Navalnyy indicating to the Russian Government to release himhttps://t.co/YNa0vrM83Y#ECHR #CEDH #ECHRpress— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) February 17, 2021 Navalní var svo færður aftur fyrir dómara skömmu síðar vegna annars máls gegn honum. Það snýr að ummælum hans um uppgjafahermann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Hann og aðrir tóku þátt kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Navalní kallaði hermanninn og aðra svikara og ýmislegt annað. Saksóknarar hafa farið fram á að Navalní verði sektaður vegna þeirra ummæla. Sjálfur segir hann að þetta mál, og önnur gegn honum, sé ætlað að þagga niður í honum. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, fylgdist með málaferlunum í dag. Hann segir Navalní hafa flutt aðra ræðu í seinni réttarhöldunum og gagnrýnt ríkið harðlega vegna málsins. Gífurlega miklum peningum hefði verið eytt í málið gegn Navalní, sem hefði verið hægt að verja í eitthvað annað, þar á meðal málefni uppgjafahermanna. Búist er við úrskurði í því máli seinna í dag. Navalny goes through the investigations team. "15 idlers and blockheads came to Moscow, got free housing to investigate this crime more money was spent on that than the veteran has probably got his whole life. One day of this court costs more than the veteran got for 4 years."— max seddon (@maxseddon) February 20, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54
Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55
Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12