Til þess er málið varðar Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun