Til þess er málið varðar Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun