Verndum líffræðilega fjölbreytni Ari Trausti Guðmundsson og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 19. febrúar 2021 08:01 Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651. Í löndunum, jafn ólík og þau eru að sumu leyti, hafa fuglategundir dáið út og aðrar eru í bráðri hættu. Þess vegna þarf að verja líffræðilega fjölbreytni á landi og í sjó, dýr sem jurtir, smáverur jafnt sem stærstu dýr. Vistkerfin eru háð flóknum innbyrðis ferlum og lífverum, og ólík vistkerfi mynda heildir. Á norðurslóðum eru vistkerfin fábreyttari en sunnar á hnettinum, þó ekki öll, t.d. skófir og mosar. Þau eru engu að síður, og alls staðar, afar mikilvæg fyrir afkomu og velferð manna. Við getum litið áfram til fugla á Íslandi í stað spendýra eða jurta og skoðað hvað gerst hefur undanfarnar tvær aldir varðandi fjölbreytni í fuglheimum; notað fuglana sem táknmynd. Tökum mark á lærdómi sögunnar Árið 1844 var síðasti geirfugl veraldar drepinn úti fyrir Reykjanesi, úr ofveiddum stofni á heimsvísu. Í kringum 1950 hvarf síðasti haftyrðillinn norður á bóginn, nær örugglega vegna loftslagshlýnunar. Nálægt 1970 var síðast vitað um verpandi keldusvín og er komu minksins í íslenska fánu og framræslu votlendis kennt um. Einar sex fuglategundir eru taldar í bráðri hættu. Mun fleiri eru í mismunandi mikilli hættu og hafðar á válista. Upptalningin kennir okkur að þessi þáttur líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi er lærdómsríkur og á að hvetja til aðgerða sem varðveita og efla líffræðilega fjölbreytni í lífríkinu á landi og innan efnahagslögsögunnar. Samtímis gagnast það lífríki jarðar og er til marks um að við sinnum skyldum okkar á heimsvísu enda eru loftslagsbreytingar og breytingar á líffræðilegri fjölbreytni óaðskiljanleg ferli. Súrnun sjávar, sem er hættuleg mörgum sjávarlífverum, er dæmi um þessi tengsl. Samningur sem leiðbeinir og bindur Árið 1994 skrifaði Ísland undir og fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem samþykktur var 1992. Nær allar þjóðir heims eru aðilar að honum og hann hefur gert gagn þótt betur megi gera. Ýmis ákvæði samningsins hafa náð til íslenskra laga og höfð til hliðsjónar við áætlanagerð, t.a.m. við stefnumörkun um sjálfbæra þróun og náttúruverndaráætlun. Dæmi um það eru lög um friðun Breiðafjarðar, nú í endurskoðun, Náttúrufræðistofnun hefur lýst og kortlagt 105 vistgerðir en af þeim eru 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum. Ný lög um veiðar á villtum dýrum, með allmörgum breytum og bættum verndarákvæðum, liggja nú fyrir Alþingi. Hvala- fiski- og botndýrarannsóknir Hafrannsóknastofnunar eru meðal undirstaða aðgerða til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Mikilvæg markmið Svokölluð Aichi-markmið, 20 heimsmarkmið til framkvæmdar á samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2020, voru samþykkt fyrir um áratug. Ekki eitt einasta af þessum markmiðum náðist fyrir árslok 2020. Það er grafalvarlegt. Í stað þess fækkaði í helstu dýrastofnum um tvo þriðju hluta í heild milli áranna 1970 og 2015 (skv. WWF). Sex markmiðanna hafa náðst að hluta og 44% lykilsvæði líffræðilegrar fjölbreytni eru nú vernduð í stað 29% árið 2000. Ný markmið átti að samþykkja árið 2020 á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína um líffræðilega fjölbreytni en vegna heimsfaraldursins var henni frestað þar til nú í maí. Þar á m.a. að reyna að semja um að vernda lífríkið og stuðla hraðar en ella að líffræðilegri fjölbreytni á tæpum þriðjungi jarðarinnar. Ungt fólk er í lykilhlutverki í þessum efnum ásamt sérfræðingum og á það er lögð áhersla af hálfu SÞ og Norðurlandaráðs sem hefur falið sjálfbærninefnd sinni að útbúa „verkfærasett“ til þess að ná betri árangri en tekist hefur. Hvað getum við gert? Frumvarp um hálendisþjóðgarð liggur nú fyrir Alþingi og höfðar til ábyrgðar okkar á vistfræðilegri stöðu hálendisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að stýra betur umgengni, verndun og nýtingu á hálendinu svo að sú margþætta náttúra sem þar er að finna fái að þróast sem mest á eigin forsendum. Það eitt og sér getur verið lykill að aðkomu Íslands til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Fleiri hvata vantar í landbúnaði, útgerð og öðrum iðnaði til að verðlauna framleiðslu sem stuðlar að vernd líffræðilegar fjölbreytni og er hvatning til sjálfbærra jurta- og dýranytja. Fækka þarf, og raunar útrýma, hvötum til ósjálfbærrar atvinnustarfsemi ásamt undantekningarreglum sem ýta undir sóun og skaðlegt álag á auðlindir. Um leið og við minnkum losun kolefnisgasa verður að efla kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Óhófleg neysla er einn sá þáttur sem hefur hvað skaðlegust áhrif á umhverfið. Því er mikilvægt að draga úr neyslu miðað við höfðatölu og leggja áherslu á að efla og skipuleggja hringrásarhagkerfi. Nú liggur fyrir Alþingi breyting á reglum um úrgangslosun þar sem hringrásarhagkerfi er haft að leiðarljósi. Umhverfisráðherra hefur lagt aukna áherslu á að bæta fráveitukerfi víða um land. Þeim áherslum mun fylgja fjármagn að heildarupphæð 3 milljarðar króna svo aðstoða megi sveitarfélög við að koma fráveitumálum í horf sem hæfir sem mestri og bestri umhverfisvernd. Einnig það mun hjálpa. Ari Trausti Guðmundsson er þingmaður Vinstri grænna. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er varaformaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Dýr Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651. Í löndunum, jafn ólík og þau eru að sumu leyti, hafa fuglategundir dáið út og aðrar eru í bráðri hættu. Þess vegna þarf að verja líffræðilega fjölbreytni á landi og í sjó, dýr sem jurtir, smáverur jafnt sem stærstu dýr. Vistkerfin eru háð flóknum innbyrðis ferlum og lífverum, og ólík vistkerfi mynda heildir. Á norðurslóðum eru vistkerfin fábreyttari en sunnar á hnettinum, þó ekki öll, t.d. skófir og mosar. Þau eru engu að síður, og alls staðar, afar mikilvæg fyrir afkomu og velferð manna. Við getum litið áfram til fugla á Íslandi í stað spendýra eða jurta og skoðað hvað gerst hefur undanfarnar tvær aldir varðandi fjölbreytni í fuglheimum; notað fuglana sem táknmynd. Tökum mark á lærdómi sögunnar Árið 1844 var síðasti geirfugl veraldar drepinn úti fyrir Reykjanesi, úr ofveiddum stofni á heimsvísu. Í kringum 1950 hvarf síðasti haftyrðillinn norður á bóginn, nær örugglega vegna loftslagshlýnunar. Nálægt 1970 var síðast vitað um verpandi keldusvín og er komu minksins í íslenska fánu og framræslu votlendis kennt um. Einar sex fuglategundir eru taldar í bráðri hættu. Mun fleiri eru í mismunandi mikilli hættu og hafðar á válista. Upptalningin kennir okkur að þessi þáttur líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi er lærdómsríkur og á að hvetja til aðgerða sem varðveita og efla líffræðilega fjölbreytni í lífríkinu á landi og innan efnahagslögsögunnar. Samtímis gagnast það lífríki jarðar og er til marks um að við sinnum skyldum okkar á heimsvísu enda eru loftslagsbreytingar og breytingar á líffræðilegri fjölbreytni óaðskiljanleg ferli. Súrnun sjávar, sem er hættuleg mörgum sjávarlífverum, er dæmi um þessi tengsl. Samningur sem leiðbeinir og bindur Árið 1994 skrifaði Ísland undir og fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem samþykktur var 1992. Nær allar þjóðir heims eru aðilar að honum og hann hefur gert gagn þótt betur megi gera. Ýmis ákvæði samningsins hafa náð til íslenskra laga og höfð til hliðsjónar við áætlanagerð, t.a.m. við stefnumörkun um sjálfbæra þróun og náttúruverndaráætlun. Dæmi um það eru lög um friðun Breiðafjarðar, nú í endurskoðun, Náttúrufræðistofnun hefur lýst og kortlagt 105 vistgerðir en af þeim eru 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum. Ný lög um veiðar á villtum dýrum, með allmörgum breytum og bættum verndarákvæðum, liggja nú fyrir Alþingi. Hvala- fiski- og botndýrarannsóknir Hafrannsóknastofnunar eru meðal undirstaða aðgerða til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Mikilvæg markmið Svokölluð Aichi-markmið, 20 heimsmarkmið til framkvæmdar á samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2020, voru samþykkt fyrir um áratug. Ekki eitt einasta af þessum markmiðum náðist fyrir árslok 2020. Það er grafalvarlegt. Í stað þess fækkaði í helstu dýrastofnum um tvo þriðju hluta í heild milli áranna 1970 og 2015 (skv. WWF). Sex markmiðanna hafa náðst að hluta og 44% lykilsvæði líffræðilegrar fjölbreytni eru nú vernduð í stað 29% árið 2000. Ný markmið átti að samþykkja árið 2020 á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína um líffræðilega fjölbreytni en vegna heimsfaraldursins var henni frestað þar til nú í maí. Þar á m.a. að reyna að semja um að vernda lífríkið og stuðla hraðar en ella að líffræðilegri fjölbreytni á tæpum þriðjungi jarðarinnar. Ungt fólk er í lykilhlutverki í þessum efnum ásamt sérfræðingum og á það er lögð áhersla af hálfu SÞ og Norðurlandaráðs sem hefur falið sjálfbærninefnd sinni að útbúa „verkfærasett“ til þess að ná betri árangri en tekist hefur. Hvað getum við gert? Frumvarp um hálendisþjóðgarð liggur nú fyrir Alþingi og höfðar til ábyrgðar okkar á vistfræðilegri stöðu hálendisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að stýra betur umgengni, verndun og nýtingu á hálendinu svo að sú margþætta náttúra sem þar er að finna fái að þróast sem mest á eigin forsendum. Það eitt og sér getur verið lykill að aðkomu Íslands til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Fleiri hvata vantar í landbúnaði, útgerð og öðrum iðnaði til að verðlauna framleiðslu sem stuðlar að vernd líffræðilegar fjölbreytni og er hvatning til sjálfbærra jurta- og dýranytja. Fækka þarf, og raunar útrýma, hvötum til ósjálfbærrar atvinnustarfsemi ásamt undantekningarreglum sem ýta undir sóun og skaðlegt álag á auðlindir. Um leið og við minnkum losun kolefnisgasa verður að efla kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Óhófleg neysla er einn sá þáttur sem hefur hvað skaðlegust áhrif á umhverfið. Því er mikilvægt að draga úr neyslu miðað við höfðatölu og leggja áherslu á að efla og skipuleggja hringrásarhagkerfi. Nú liggur fyrir Alþingi breyting á reglum um úrgangslosun þar sem hringrásarhagkerfi er haft að leiðarljósi. Umhverfisráðherra hefur lagt aukna áherslu á að bæta fráveitukerfi víða um land. Þeim áherslum mun fylgja fjármagn að heildarupphæð 3 milljarðar króna svo aðstoða megi sveitarfélög við að koma fráveitumálum í horf sem hæfir sem mestri og bestri umhverfisvernd. Einnig það mun hjálpa. Ari Trausti Guðmundsson er þingmaður Vinstri grænna. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er varaformaður Ungra vinstri grænna.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun