Hvað eru hefðir og hversu mikilvægar eru þær okkur? Eyrún Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 07:01 Hefðir geta verð mikilvægur þáttur í að viðhalda menningararfleifð þjóðar og er mikilvægt að við íslendingar höldum í ákveðnar hefðir sem tengja menningu okkar og sögu. En sumar hefðir eru líka orðnar úreltar, og í sumum tilfellum óhjálplegar og hættulegar. Ýmislegt hefur breyst í áranna rás en með þekkingu og þróun hefur næringarþörf okkar breyst og þekking okkar á skaðlegum matvörum aukist. Allt er gott í hófi sagði einhver, en er það rétt og hvað er í hófi? Er eðlilegt að bjóða tveggja ára barni uppá ríflega tvöfaldann daglegann hámarksskammt af salti á einum degi sem að við vitum að getur haft áhrif á líkamlega líðan barnsins? Í dag er bolludagurinn, á morgun Sprengidagurinn og svo að lokum kemur að Öskudeginum á miðvikudaginn. Íslendingar bíða spenntir eftir því að háma í sig djúsí rjómabollur með alls konar góðgæti og slafra í sig saltkjöti og baunum. Að lokum er það svo öskudagurinn, ,,skemmtilegasti dagur ársins” að mati margra barna þar sem börn klæða sig upp og syngja fyrir óheyrilega miklu magni af nammi. Eftir erfiðan daginn koma svo börnin heim spennt að fá að bragða á öllu sælgætinu. Foreldrar reyna af bestu getu að búa til næringarríkann og góðann kvöldmat svo börnin fái nú eitthvað annað í magann en sykur en erfitt er fyrir börnin að hemja sig þegar risa sælgætispoki sem að þau unnu svo sannarlega fyrir blasir við þeim. En horfum aðeins á þetta saman, rjómabollur, saltkjöt og baunir og gígantísk magn af nammi, og allt þetta á þremur dögum. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á líkamann okkar, eða líkama barnanna okkar? Hver þekkir ekki magaverkina eftir rjómabolluátið eða hinn mikla þorsta eftir saltkjötið, kannski smá bjúg og orkuleysi? Þekkt er að þeim fjölgar sem leita á Hjartagátt Landspítalans á sprengidag og við sem höfum unnið á sjúkrastofnunum þekkjum vel að fólk með undirliggjandi sjúkdóma þolir ílla þá daga sem saltkjöt og önnur unnin söltuð matvara er í boði. Vaxandi mæði, hækkaður blóðþrýstingur og aukinn bjúgur eru einkenni sem ekki eru sjaldséð sjón á sjúkrastofnunum landsins daginn eftir sprengidaginn. Á leikskóla dóttur minnar verða rjómabollur í boði fyrir börnin á Bolludaginn, skemmtileg hefð að mínu mati ef borðað er í hófi. Þó líklega krefjandi dagur fyrir starfsfólk leikskólanna en hvað gerum við ekki fyrir hefðir? Á Sprengidaginn er svo saltkjöt og baunir í hádegismatinn, rammíslensk hefð og stór hluti af okkar menningararfleið að sumir segja. Í hressingunni fá þau svo mysing, svona til að bæta upp salt og sykurskortinn hina dagana. Svo er það Öskudagurinn, en þá er nú hefð fyrir því að boðið sé uppá pylsu með öllu….En ef að þið hélduð að börnin væru búin að fá meira en nóg af salti þessa daga, þá er svo ekki því boðið verður uppá poppkorn þegar búið er að slá köttinn úr tunnunni. En hvað gerum við ekki fyrir hefðir? Ég meina þetta er nú bara einu sinni á ári! Eins og jólin, sem voru í desember, Þorramaturinn sem var í boði í janúar og svo eru nú páskarnir á næsta leiti….. Hmm…. skoðum þetta aðeins nánar. Samkvæmt Embætti Landlæknis ætti saltneysla fyrir börn frá 2 til 9 ára aldurs að vera takmörkuð við 3-4 g á dag. Einn dagur á leikskólanum (70% af heildarnæringu) ætti því ekki að veita meira en 2,5 gr af salti og einn dagur í grunnskólanum ekki að veita meira en 1,1-1,8 gr af salti. Takmarka ætti saltneyslu barna undir 2 ára aldri enn frekar og ætti ekki að fara yfir 0,5 gr. Samkvæmt Handbók um skólamötuneyti ætti að velja vörur sem eru með minna en 1,25 gr af salti í 100 gr af vöru. Þar kemur einnig fram að unnar kjötvörur ætti að hafa sjaldan á borðum en með unnum kjötvörum er átt við kjöt (oftast rautt kjöt) sem er reykt, saltað eða rotvarið með nítrati eða nítríti, t.d. Saltkjöt, pylsur, bjúgu og hangikjöt. En er ekki allt gott í hófi? Á Bolludeginum fá börnin rjómabolluna, sykraða brauðbollumeð rjóma, sultu og súkkulaði glassúr - ekkert að því í hófi. Svo kemur Sprengidagurinn, en þá er boðið uppá saltkjöt og baunir. Ef að barn fær 100 gr af saltkjöti eru það 3 gr af salti plús rotvarnarefni og þrávarnarefni. Í þessum 100 gr af saltkjöti fær barnið því dagskammt af salti og 20% meira salt en einn dagur af salti ætti að vera samtals á leikskólanum. Svo eiga börnin eftir að fara heim til sín og borða kvöldmat þar, og í sumum tilfellum halda foreldrar líka í matarhefðirnar og eru með saltkjöt og baunir í kvöldmatinn. 3 gr af salti í viðbót og þá erum við komin með tvöfaldann dagskammt af salti, bara úr saltkjötinu, og enn meira magn af þrá- og rotvarnarefnum. Á Öskudeginum fá börnin svo að lokum í leikskóla dóttur minnar pylsu með öllu, hefð segja þau. Segjum að barn borði eina pylsu, þá er það 1,05 gr af salti plús litarefni, rotvarnarefni, þrávarnarefni og bindiefni, eitt pylsubrauð með pylsunni, 0,65 gr af salti plús 2,95 gr af sykri og kannski 15 gr af tómatsósu, 0,27 gr af salti og 3,42 gr af sykri. Það er því 1,97 gr af salti og 6,37 gr af sykri fyrir utan poppkornið sem í boði verður og allan annan mat þann daginn. Sæmilegt magn af sykri á bolludaginn, gífurlegt magn af salti á sprengidaginn (að lámarki 3 gr aðeins úr saltkjötinu) og sambland af sykri (6,37 gr) og salti (1,97) á Öskudaginn. Ég spyr mig því, hvenær förum við að velja heilbrigði barnanna okkar fram yfir ákveðnar matarhefðir? Er það skólans að bjóða börnum uppá mat sem tengist þessum hefðum eða eigum við foreldrar kannski rétt á því að ákveða hvaða matarhefðir er haldið í og hverjar ekki? Mig langar að biðla til foreldra að huga vel að næringu barnanna á næstu dögum, hvetja börnin til að drekka vel af vökva og takmarka saltann og sykraðann mat heima við til þess að lágmarka þau áhrif sem aukin salt og sykurneysla hefur á þessa litlu líkama á dögum eins og þessum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Börn og uppeldi Öskudagur Sprengidagur Bolludagur Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hefðir geta verð mikilvægur þáttur í að viðhalda menningararfleifð þjóðar og er mikilvægt að við íslendingar höldum í ákveðnar hefðir sem tengja menningu okkar og sögu. En sumar hefðir eru líka orðnar úreltar, og í sumum tilfellum óhjálplegar og hættulegar. Ýmislegt hefur breyst í áranna rás en með þekkingu og þróun hefur næringarþörf okkar breyst og þekking okkar á skaðlegum matvörum aukist. Allt er gott í hófi sagði einhver, en er það rétt og hvað er í hófi? Er eðlilegt að bjóða tveggja ára barni uppá ríflega tvöfaldann daglegann hámarksskammt af salti á einum degi sem að við vitum að getur haft áhrif á líkamlega líðan barnsins? Í dag er bolludagurinn, á morgun Sprengidagurinn og svo að lokum kemur að Öskudeginum á miðvikudaginn. Íslendingar bíða spenntir eftir því að háma í sig djúsí rjómabollur með alls konar góðgæti og slafra í sig saltkjöti og baunum. Að lokum er það svo öskudagurinn, ,,skemmtilegasti dagur ársins” að mati margra barna þar sem börn klæða sig upp og syngja fyrir óheyrilega miklu magni af nammi. Eftir erfiðan daginn koma svo börnin heim spennt að fá að bragða á öllu sælgætinu. Foreldrar reyna af bestu getu að búa til næringarríkann og góðann kvöldmat svo börnin fái nú eitthvað annað í magann en sykur en erfitt er fyrir börnin að hemja sig þegar risa sælgætispoki sem að þau unnu svo sannarlega fyrir blasir við þeim. En horfum aðeins á þetta saman, rjómabollur, saltkjöt og baunir og gígantísk magn af nammi, og allt þetta á þremur dögum. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á líkamann okkar, eða líkama barnanna okkar? Hver þekkir ekki magaverkina eftir rjómabolluátið eða hinn mikla þorsta eftir saltkjötið, kannski smá bjúg og orkuleysi? Þekkt er að þeim fjölgar sem leita á Hjartagátt Landspítalans á sprengidag og við sem höfum unnið á sjúkrastofnunum þekkjum vel að fólk með undirliggjandi sjúkdóma þolir ílla þá daga sem saltkjöt og önnur unnin söltuð matvara er í boði. Vaxandi mæði, hækkaður blóðþrýstingur og aukinn bjúgur eru einkenni sem ekki eru sjaldséð sjón á sjúkrastofnunum landsins daginn eftir sprengidaginn. Á leikskóla dóttur minnar verða rjómabollur í boði fyrir börnin á Bolludaginn, skemmtileg hefð að mínu mati ef borðað er í hófi. Þó líklega krefjandi dagur fyrir starfsfólk leikskólanna en hvað gerum við ekki fyrir hefðir? Á Sprengidaginn er svo saltkjöt og baunir í hádegismatinn, rammíslensk hefð og stór hluti af okkar menningararfleið að sumir segja. Í hressingunni fá þau svo mysing, svona til að bæta upp salt og sykurskortinn hina dagana. Svo er það Öskudagurinn, en þá er nú hefð fyrir því að boðið sé uppá pylsu með öllu….En ef að þið hélduð að börnin væru búin að fá meira en nóg af salti þessa daga, þá er svo ekki því boðið verður uppá poppkorn þegar búið er að slá köttinn úr tunnunni. En hvað gerum við ekki fyrir hefðir? Ég meina þetta er nú bara einu sinni á ári! Eins og jólin, sem voru í desember, Þorramaturinn sem var í boði í janúar og svo eru nú páskarnir á næsta leiti….. Hmm…. skoðum þetta aðeins nánar. Samkvæmt Embætti Landlæknis ætti saltneysla fyrir börn frá 2 til 9 ára aldurs að vera takmörkuð við 3-4 g á dag. Einn dagur á leikskólanum (70% af heildarnæringu) ætti því ekki að veita meira en 2,5 gr af salti og einn dagur í grunnskólanum ekki að veita meira en 1,1-1,8 gr af salti. Takmarka ætti saltneyslu barna undir 2 ára aldri enn frekar og ætti ekki að fara yfir 0,5 gr. Samkvæmt Handbók um skólamötuneyti ætti að velja vörur sem eru með minna en 1,25 gr af salti í 100 gr af vöru. Þar kemur einnig fram að unnar kjötvörur ætti að hafa sjaldan á borðum en með unnum kjötvörum er átt við kjöt (oftast rautt kjöt) sem er reykt, saltað eða rotvarið með nítrati eða nítríti, t.d. Saltkjöt, pylsur, bjúgu og hangikjöt. En er ekki allt gott í hófi? Á Bolludeginum fá börnin rjómabolluna, sykraða brauðbollumeð rjóma, sultu og súkkulaði glassúr - ekkert að því í hófi. Svo kemur Sprengidagurinn, en þá er boðið uppá saltkjöt og baunir. Ef að barn fær 100 gr af saltkjöti eru það 3 gr af salti plús rotvarnarefni og þrávarnarefni. Í þessum 100 gr af saltkjöti fær barnið því dagskammt af salti og 20% meira salt en einn dagur af salti ætti að vera samtals á leikskólanum. Svo eiga börnin eftir að fara heim til sín og borða kvöldmat þar, og í sumum tilfellum halda foreldrar líka í matarhefðirnar og eru með saltkjöt og baunir í kvöldmatinn. 3 gr af salti í viðbót og þá erum við komin með tvöfaldann dagskammt af salti, bara úr saltkjötinu, og enn meira magn af þrá- og rotvarnarefnum. Á Öskudeginum fá börnin svo að lokum í leikskóla dóttur minnar pylsu með öllu, hefð segja þau. Segjum að barn borði eina pylsu, þá er það 1,05 gr af salti plús litarefni, rotvarnarefni, þrávarnarefni og bindiefni, eitt pylsubrauð með pylsunni, 0,65 gr af salti plús 2,95 gr af sykri og kannski 15 gr af tómatsósu, 0,27 gr af salti og 3,42 gr af sykri. Það er því 1,97 gr af salti og 6,37 gr af sykri fyrir utan poppkornið sem í boði verður og allan annan mat þann daginn. Sæmilegt magn af sykri á bolludaginn, gífurlegt magn af salti á sprengidaginn (að lámarki 3 gr aðeins úr saltkjötinu) og sambland af sykri (6,37 gr) og salti (1,97) á Öskudaginn. Ég spyr mig því, hvenær förum við að velja heilbrigði barnanna okkar fram yfir ákveðnar matarhefðir? Er það skólans að bjóða börnum uppá mat sem tengist þessum hefðum eða eigum við foreldrar kannski rétt á því að ákveða hvaða matarhefðir er haldið í og hverjar ekki? Mig langar að biðla til foreldra að huga vel að næringu barnanna á næstu dögum, hvetja börnin til að drekka vel af vökva og takmarka saltann og sykraðann mat heima við til þess að lágmarka þau áhrif sem aukin salt og sykurneysla hefur á þessa litlu líkama á dögum eins og þessum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og móðir.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar