Þetta þarf ekki að vera svona flókið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 08:32 Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar