Hlaðborð fyrir stórlið Evrópu ef Dortmund kemst ekki í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 07:01 Fari svo að Borussia Dortmund komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það þurft að selja tvo af sínum bestu mönnum, þá Jadon Sancho og Erling Braut Håland. Maja Hitij/Getty Images Gengi Borussia Dortmund hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Fari svo að liðið komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það neyðst til að selja sína bestu leikmenn. Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira