Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2021 14:00 Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. Vinstri græn hafa tekið undir þetta ákall og haft það á stefnu sinni að boðið sé upp á heildstæða þjónustu sem veitt er með mannúð að leiðarljósi. Ráðgjafarstofa innflytjenda er skýrt dæmi um mál þar sem markviss samvinna ríkis og sveitarfélaga ásamt grasrótarsamtökum og fagfólki í málaflokknum skilar árangri. Vorið 2018 var fyrsta heildstæða stefnan í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd samþykkt í borgarstjórn. Sú stefna, sem unnin var undir forystu Vinstri grænna í borginni, fól í sér fjölmargar aðgerðir sem krefjast aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð áhersla á að opnuð yrði upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar þessa ákalls samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Vinstri grænna um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa innflytjenda sem veitir sértæka ráðgjöf á einum stað. Nú hefur þessi mikilvæga ákvörðun loksins komið til framvæmda og því ber að fagna. Það er mikilvægt að hafa ávallt í huga að þeir sem setjast hér að koma úr öllum áttum og hafa margvíslegar ástæður fyrir að setjast að á íslandi. Því getum við ekki litið á innflytjendur sem einsleitan hóp heldur verðum við að skipuleggja alla þjónustu með fjölbreytileika í huga. Ljóst er að ennþá er full þörf fyrir sértæka þjónustu fyrir innflytjendur. Margar augljósar staðreyndir, svo sem mismunum á vinnumarkaði og víðar, tala sínu máli. Þeir sem nýlega hafa sest hér að vita ekki hver réttindi þeirra eru, hvaða þjónusta stendur til boða eða hvert hægt er að sækja hana. Saman getum við skapað samfélag án aðgreiningar þar sem öll fá þjónustu við hæfi. Með heildstæðri þjónustu og betri upplýsingagjöf má auðvelda nýjum íbúum sín fyrstu skref og er það öllum til heilla. Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Innflytjendamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. Vinstri græn hafa tekið undir þetta ákall og haft það á stefnu sinni að boðið sé upp á heildstæða þjónustu sem veitt er með mannúð að leiðarljósi. Ráðgjafarstofa innflytjenda er skýrt dæmi um mál þar sem markviss samvinna ríkis og sveitarfélaga ásamt grasrótarsamtökum og fagfólki í málaflokknum skilar árangri. Vorið 2018 var fyrsta heildstæða stefnan í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd samþykkt í borgarstjórn. Sú stefna, sem unnin var undir forystu Vinstri grænna í borginni, fól í sér fjölmargar aðgerðir sem krefjast aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð áhersla á að opnuð yrði upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar þessa ákalls samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Vinstri grænna um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa innflytjenda sem veitir sértæka ráðgjöf á einum stað. Nú hefur þessi mikilvæga ákvörðun loksins komið til framvæmda og því ber að fagna. Það er mikilvægt að hafa ávallt í huga að þeir sem setjast hér að koma úr öllum áttum og hafa margvíslegar ástæður fyrir að setjast að á íslandi. Því getum við ekki litið á innflytjendur sem einsleitan hóp heldur verðum við að skipuleggja alla þjónustu með fjölbreytileika í huga. Ljóst er að ennþá er full þörf fyrir sértæka þjónustu fyrir innflytjendur. Margar augljósar staðreyndir, svo sem mismunum á vinnumarkaði og víðar, tala sínu máli. Þeir sem nýlega hafa sest hér að vita ekki hver réttindi þeirra eru, hvaða þjónusta stendur til boða eða hvert hægt er að sækja hana. Saman getum við skapað samfélag án aðgreiningar þar sem öll fá þjónustu við hæfi. Með heildstæðri þjónustu og betri upplýsingagjöf má auðvelda nýjum íbúum sín fyrstu skref og er það öllum til heilla. Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun