Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Þröstur Ólafsson skrifar 9. febrúar 2021 23:32 Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þröstur Ólafsson Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs.
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun