Með fullt hús fjár Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:31 Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun