Evrópumeistararnir þurftu að eyða nóttinni úti í flugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 15:01 Robert Lewandowski og félagar í Bayern liðinu áttu ekki skemmtilega nótt á Berlínarflugvelli. EPA-EFE/Boris Streubel Evrópumeistarar Bayern München áttu að ferðast til Katar á föstudagskvöldið þar sem liðið keppir á heimsmeistarakeppni félagsliða í vikunni. Ferðalagið fór ekki alveg eftir plönum þeirra þýsku. Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Bayern München er fulltrúi Evrópu í heimsmeistarakeppni félagsliða og mætir egypska félaginu Al-Ahly í undanúrslitunum í kvöld. Bayern mætti Herthu Berlin í þýsku deildinni á föstudagskvöldið og ætlaði síðan að fljúga beint til Katar þar sem HM félagsliða fer fram. Leiknum við Herthu var meðal annars flýtt um hálftíma svo að Bæjarar kæmust nógu snemma út á Berlínarflugvöll. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 23.15 að staðartíma en slæmt veður, frost og snjókoma, sá til þess að öllu flugi var aflýst þar til klukkan fimm um morguninn. Það átti að banna öllum flugvélum að fara í loftið eftir miðnætti en flugvél Bæjara ætlaði í loftið klukkan 23.59. Hún var hins vegar stöðvuð. ESPN sagði frá. Incredible German bureaucracy:Bayern Munich slept in their airplane waiting to take off 7 HOURS LATER!Why?Flight scheduled 23.15.But ready to take off only at 23.59 from Berlin.It takes 1 minute and half to take off.But after 00.00 Berlin state doesn t allow to take off!— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 6, 2021 Leikmenn og starfsmenn Bayern komust þá hvergi og þurftu að dúsa í flugvélinni alla nóttina. Flugvélin flaug síðan fyrst til München um morguninn þar sem það þurfti að skipta um áhöfnina áður en flogið var til Katar. Lið Bayern átti því ömurlega nótt og kom til Katar níu klukkutímum seinna en áætlað var. „Þeir vita ekki hvað þeir hafa gert liðinu okkar. Okkur finnst eins og yfirvöld í Brandenburg hafi verið að fíflast með okkur,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, við Bild Seinkunin þýddi að Bæjarar náðu ekki að koma á staðinn þremur sólarhringum fyrir leikinn eins og sóttvarnarreglur FIFA segja til um. Það er þó von til þess að það verði vægar tekið á Bæjurum hjá FIFA en hjá yfirvöldum í Berlín.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira