Sendibréf til sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 8. febrúar 2021 07:01 Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar