Covid er sama um þig Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 7. febrúar 2021 14:37 Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar