Leikar í skugga Covid Gústaf Adólf Hjaltason skrifar 6. febrúar 2021 13:01 Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun