Leikar í skugga Covid Gústaf Adólf Hjaltason skrifar 6. febrúar 2021 13:01 Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun