„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið” Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 19:35 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Vísir Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes. Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes.
Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira