Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. Mikil nýsköpun og vöruþróun á sér stað innan veggja þeirra, en hefur þróun á atvinnurekstri þeirra einnig átt sér stað. Þá er sérstaklega átt við jákvæða þróun í átt að ferðaþjónustu. Einnig hafa íslenskir áfengisframleiðendur farið í ákveðna útrás, en íslensk áfengisframleiðsla hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga og birst á erlendum áfengismörkuðum. Jákvæð landkynning á sér stað með slíkri útrás, en umræddir framleiðendur nýta almennt íslenska sögu og menningu við nýsköpun, þróun og markaðsetningu þeirra. Ásamt þessu hefur áhugi neytenda á innlendri áfengisframleiðslu aukist til muna. Þrátt fyrir þetta eiga smærri innlendir áfengisframleiðendur enn á brattan að sækja. Þeir eru háðir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) með afkomu sína, en mikið tekjutap felst í því ef verslunin kýs að hafa ekki vörur þeirra til sölu á ákveðnum stöðum. Aukin netverslun neytenda á áfengum vörum frá erlendum netverslunum hefur einnig leitt til neikvæðra áhrifa á samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda, ásamt þeim neikvæðu umhverfisáhrifum og neikvæðu áhrifum á afkomu ríkissjóðs sem fylgir slíkri netverslun. Einnig verður markaðurinn sífellt alþjóðlegri þar sem vörur frá öllum ríkjum heims hafa greiðan aðgang að innlendum markaði. Allt þetta gerir samkeppnishæfi smærri innlendra áfengisframleiðenda gagnvart stórum erlendum og innlendum framleiðendum töluvert verri en má vera. Mikilvægt er að örva innlenda framleiðslu ásamt því að tryggja aukin atvinnutækifæri um land allt. Undirritaður hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðendur með afslætti af áfengisgjaldi og leyfi fyrir sölu á framleiðslustað. Frumvarpið er lagt fram með það markmið að styðja við bakið á þessum framleiðendum, tryggja samkeppnishæfi þeirra, stuðla að auknu frelsi á markaðinum, hagstæðari verði til neytenda og auknum atvinnutækifærum um allt land. Afsláttur af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda er til þess fallinn að lækka framleiðslukostnað þeirra og með því stuðla að frekari nýsköpun ásamt því að gera þá samkeppnishæfari á markaði. Smærri innlendir áfengisframleiðendur framleiða vörur sínar í minna magni og með því er framleiðslukostnaður þeirra hærri fyrir hvert eintak en hjá stærri framleiðendum. Þessi stærðarhagkvæmi endurspeglast í verðlagningu til neytenda, en vegna þessa neyðast smærri áfengisframleiðendur að selja sínar vörur á hærra verði en þeir stærri. Með þessu er einnig stuðlað að lægri verðlagningu til neytenda, sem gerir vörur smærri innlenda áfengisframleiðanda að ákjósanlegri kost í áfengisinnkaupum. Það er ekki ásættanlegt að innlendar framleiðsluvörur kosti jafnvel þrefalt hærra heldur en innfluttar vörur í áfengisútsölustöðum landsins. Með leyfi til sölu á framleiðslustað er átt við að smærri innlendir áfengisframleiðendur geti fengið leyfi til að selja framleiðsluvörur sínar á framleiðslustað þeirra eða nærliggjandi húsnæði. Þá er salan bein og milliliðalaus, „beint frá býli“. Í dag bjóða margir smærri framleiðendur upp á skoðunar- og kynningarferðir um framleiðslustaði þeirra. Einnig hafa þeir boðið upp á smökkun á sínum vörum. Þó er smærri innlendum áfengisframleiðendum óheimilt að selja vörur sínar til einstaklinga sem sækja þá heim. Margir hafa gagnrýnt þá staðreynd, þ.e. bæði meðal neytenda og atvinnurekenda. Sem dæmi um aðila má nefna Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, sem hafa lagt fram ýmsar góðar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta rekstrarumhverfi smærri innlendra áfengisframleiðenda á jákvæðan máta. Þessar breytingar skila sér til neytenda sem og framleiðenda. Við ætlum að styðja við bakið á smærri innlendum áfengisframleiðendum og tryggja samkeppnishæfi þeirra. Þó með ákveðnum þrepaskiptum takmörkunum með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar. Markmið frumvarpsins er ekki að fjölga skemmtistöðum eða auka áfengisneyslu, heldur að tryggja tækifæri smærri innlendra áfengisframleiðenda bæði á innlendum sem erlendum markaði. Með þessum aðferðum heldur ekki verið að finna upp hjólið, en báðar aðferðir eru viðurkenndar meðal nágrannaríkja okkar í átt að þeim markmiðum sem fram hafa komið. Aðferðirnar hafa reynst þeim vel, og þá vona ég að með samþykkt frumvarpsins á Alþingi náum við sama árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Þórarinn Ingi Pétursson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. Mikil nýsköpun og vöruþróun á sér stað innan veggja þeirra, en hefur þróun á atvinnurekstri þeirra einnig átt sér stað. Þá er sérstaklega átt við jákvæða þróun í átt að ferðaþjónustu. Einnig hafa íslenskir áfengisframleiðendur farið í ákveðna útrás, en íslensk áfengisframleiðsla hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga og birst á erlendum áfengismörkuðum. Jákvæð landkynning á sér stað með slíkri útrás, en umræddir framleiðendur nýta almennt íslenska sögu og menningu við nýsköpun, þróun og markaðsetningu þeirra. Ásamt þessu hefur áhugi neytenda á innlendri áfengisframleiðslu aukist til muna. Þrátt fyrir þetta eiga smærri innlendir áfengisframleiðendur enn á brattan að sækja. Þeir eru háðir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) með afkomu sína, en mikið tekjutap felst í því ef verslunin kýs að hafa ekki vörur þeirra til sölu á ákveðnum stöðum. Aukin netverslun neytenda á áfengum vörum frá erlendum netverslunum hefur einnig leitt til neikvæðra áhrifa á samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda, ásamt þeim neikvæðu umhverfisáhrifum og neikvæðu áhrifum á afkomu ríkissjóðs sem fylgir slíkri netverslun. Einnig verður markaðurinn sífellt alþjóðlegri þar sem vörur frá öllum ríkjum heims hafa greiðan aðgang að innlendum markaði. Allt þetta gerir samkeppnishæfi smærri innlendra áfengisframleiðenda gagnvart stórum erlendum og innlendum framleiðendum töluvert verri en má vera. Mikilvægt er að örva innlenda framleiðslu ásamt því að tryggja aukin atvinnutækifæri um land allt. Undirritaður hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðendur með afslætti af áfengisgjaldi og leyfi fyrir sölu á framleiðslustað. Frumvarpið er lagt fram með það markmið að styðja við bakið á þessum framleiðendum, tryggja samkeppnishæfi þeirra, stuðla að auknu frelsi á markaðinum, hagstæðari verði til neytenda og auknum atvinnutækifærum um allt land. Afsláttur af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda er til þess fallinn að lækka framleiðslukostnað þeirra og með því stuðla að frekari nýsköpun ásamt því að gera þá samkeppnishæfari á markaði. Smærri innlendir áfengisframleiðendur framleiða vörur sínar í minna magni og með því er framleiðslukostnaður þeirra hærri fyrir hvert eintak en hjá stærri framleiðendum. Þessi stærðarhagkvæmi endurspeglast í verðlagningu til neytenda, en vegna þessa neyðast smærri áfengisframleiðendur að selja sínar vörur á hærra verði en þeir stærri. Með þessu er einnig stuðlað að lægri verðlagningu til neytenda, sem gerir vörur smærri innlenda áfengisframleiðanda að ákjósanlegri kost í áfengisinnkaupum. Það er ekki ásættanlegt að innlendar framleiðsluvörur kosti jafnvel þrefalt hærra heldur en innfluttar vörur í áfengisútsölustöðum landsins. Með leyfi til sölu á framleiðslustað er átt við að smærri innlendir áfengisframleiðendur geti fengið leyfi til að selja framleiðsluvörur sínar á framleiðslustað þeirra eða nærliggjandi húsnæði. Þá er salan bein og milliliðalaus, „beint frá býli“. Í dag bjóða margir smærri framleiðendur upp á skoðunar- og kynningarferðir um framleiðslustaði þeirra. Einnig hafa þeir boðið upp á smökkun á sínum vörum. Þó er smærri innlendum áfengisframleiðendum óheimilt að selja vörur sínar til einstaklinga sem sækja þá heim. Margir hafa gagnrýnt þá staðreynd, þ.e. bæði meðal neytenda og atvinnurekenda. Sem dæmi um aðila má nefna Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, sem hafa lagt fram ýmsar góðar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta rekstrarumhverfi smærri innlendra áfengisframleiðenda á jákvæðan máta. Þessar breytingar skila sér til neytenda sem og framleiðenda. Við ætlum að styðja við bakið á smærri innlendum áfengisframleiðendum og tryggja samkeppnishæfi þeirra. Þó með ákveðnum þrepaskiptum takmörkunum með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar. Markmið frumvarpsins er ekki að fjölga skemmtistöðum eða auka áfengisneyslu, heldur að tryggja tækifæri smærri innlendra áfengisframleiðenda bæði á innlendum sem erlendum markaði. Með þessum aðferðum heldur ekki verið að finna upp hjólið, en báðar aðferðir eru viðurkenndar meðal nágrannaríkja okkar í átt að þeim markmiðum sem fram hafa komið. Aðferðirnar hafa reynst þeim vel, og þá vona ég að með samþykkt frumvarpsins á Alþingi náum við sama árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun