„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2021 12:15 Björgvin Páll hefur verið opinskár um eigin líða og vanda undanfarin ár. Hann hefur ekki farið leynt með að færni í íþróttum hafi hjálpað honum mikið á lífsleiðinni en hann hafi átt erfitt sem barn. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana. Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira