Stefnuleysi í málefnum stóriðju ekki í boði Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 31. janúar 2021 15:30 Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun