Hélt hníf upp að hálsi tólf ára pilts eftir „dólgslæti“ fyrir utan Kvikk Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 21:28 Drengirnir áttu fyrst í samskiptum við manninn fyrir utan verslun Kvikk, skammt frá Smáralind í Kópavogi. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn bar hníf upp að hálsi tólf ára pilts, sem hann sagði hafa verið með „dólgslæti“ ásamt félögum sínum fyrir utan verslun fyrr sama dag. Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns. Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns.
Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira