Hélt hníf upp að hálsi tólf ára pilts eftir „dólgslæti“ fyrir utan Kvikk Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 21:28 Drengirnir áttu fyrst í samskiptum við manninn fyrir utan verslun Kvikk, skammt frá Smáralind í Kópavogi. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn bar hníf upp að hálsi tólf ára pilts, sem hann sagði hafa verið með „dólgslæti“ ásamt félögum sínum fyrir utan verslun fyrr sama dag. Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns. Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns.
Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira