Íslenski boltinn

Banda­rískur miðju­maður í raðir Sel­fyssinga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heap með boltann í leik með Texas Tech Red Raiders í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma.
Heap með boltann í leik með Texas Tech Red Raiders í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma. John Weast/Getty Images

Selfoss hefur samið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap og mun hún leika með liðinu í Pepsi Max deild kvenna næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Selfoss gaf frá sér í dag.

Heap er 26 ára gömul og verður Ísland fjórða landið sem hún spilar í sem atvinnumaður. Hún lék með háskólaliði Texas Tech Red Raiders og samdi svo við Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni og lék með liðinu tímabilið 2016-2017.

Að því loknu hélt hún í víking til Evrópu og lék með Mallbackens í sænsku B-deildinni áður en hún samdi við þáverandi meistara í Tékklandi, Sparta Prag.

„Caity er mjög spennandi leikmaður með mikla reynslu, bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er vel spilandi miðjumaður, sem er jafnvíg á hægri og vinstri fót. Hún á klárlega að geta bætt spilið hjá okkur til mikilla muna. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur hérna á Selfossi að fá hana til okkar,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, um nýjasta leikmann liðsins.

Caity Heap í Selfoss Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap um að leika með liðinu...

Posted by Selfoss Fótbolti on Tuesday, January 26, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×