Er manneskja minna virði vegna geðsjúkdóms? Árdís Rut Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 13:30 Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun