Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 17:46 Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil. DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir. Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir.
Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira