Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2021 18:31 Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“ Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“
Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35
Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24