Bókaútgáfu og viðburði þingmanns sem barðist gegn sigri Bidens aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 09:23 Josh Hawley hefur barist gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur. Win McNamee/Getty Bandaríska hótelkeðjan Loews hefur tilkynnt að hún muni ekki hýsa fjáröflunarsamkomu fyrir bandaríska öldungadeildarþingmanninn Josh Hawley. Hann er einn þeirra þingmanna sem hefur barist hvað harðast gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári yrði staðfestur. Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13