Bókaútgáfu og viðburði þingmanns sem barðist gegn sigri Bidens aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 09:23 Josh Hawley hefur barist gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur. Win McNamee/Getty Bandaríska hótelkeðjan Loews hefur tilkynnt að hún muni ekki hýsa fjáröflunarsamkomu fyrir bandaríska öldungadeildarþingmanninn Josh Hawley. Hann er einn þeirra þingmanna sem hefur barist hvað harðast gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári yrði staðfestur. Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“