Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið og lagði kröfuna fram vegna rannsóknarhagsmuna að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.
Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu í gærmorgun. Þar kom fram að þrír hefðu verið handteknir grunaðir um líkamsárás í miðbænum.
Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðadeild Landspítalans en hann var með áverka á höndum og víðar. Hann var síðan einnig færður í fangageymslu vegna rannsóknar malsins.
Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel en ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.