Bitcoinæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 11:37 Frosti hefur nú elt Kjartan í það sem hann kallar kanínuholu; að vera heltekinn af Bitcoin. Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin. Kjartan, sem meðal annars á sæti í rafkauparáði, var gestur útvarpþáttarins Harmageddon í gær og upplýsti að gríðarlegur áhugi væri meðal landsmanna á Bitcoin. Vægt til orða tekið. „Án þess að ég fari í nákvæmar tölur er aukningin sem verið hefur á síðustu mánuðum er slík að þrátt fyrir að þeir menn sem eru í þessu hefðu trú á að það væri markaður fyrir þessu, bjóst enginn við þessu,“ segir Kjartan. Hann vill slá þann varnagla að hann sé ekki neinn fjárfestingarráðgjafi. Kjartan hafði áður verið í viðtali þann 4. janúar og vakti það viðtal gríðarlega athygli. (Finna má það hér neðar.) Í kjölfarið linnti ekki látunum. Mikil eftirspurn er eftir því að fræðast um hvað þetta er og áhuganum fylgi að menn hafi viljað fjárfesta í Bitcoin. Miklar hækkanir á veðmæti Bictoin að undanförnu hafi verið vatn á þá myllu að undanförnu. Og örlar fyrir því fyrirbæri sem þekkt er meðal verðbréfasala sem er ótti við að menn séu að missa af einhverju. Eitt Bitcoin kostaði í upphafi árs, eða þegar Kjartan var í Harmageddon 4. janúar, 30 þúsund dollara. Þá í áður óþekktum hæðum og síðan fór það í 40 þúsund dollara, en tók þá dýfu. Miklar sveiflur einkenna þennan markað. Frosti Logason útvarpsmaður upplýsti að sjálfur væri hann nánast heltekinn af fyrirbærinu og hann hafi fjárfest í þessum rafmiðli, fyrir þá einhverju hóflega upphæð. „Þetta hefur verið skemmtileg rúm vika hjá mér að kynnast þessu. Byrjaði á því að kaupa einhverja vitleysu, óð af stað og náði mér í eitthvað app og keypti mér einhvern samning eða fjármálagjörning, tók „leverage stöðu“ eins og það heitir. Hefði getað tapað öllu í þeirri dýfu sem kom en seldi áður með hagnaði. Hef síðan prófað mig áfram og þetta er mjög heillandi heimur að kynnast,“ segir Frosti. Kjartan segir þetta kanínuholu með vísan til þess að menn geti hæglega tapað sér í þessu forvitnilega fyrirbæri. Þannig var því farið með sig sjálfan og hann var óþreytandi í að vilja ræða þetta áhugamál sitt. Lengstum voru fáir voru til í að ræða málið við Kjartan en nú anni hann ekki eftirspurn. Allir vilji nú ræða og fræðast um Bitcoin. Harmageddon Markaðir Rafmyntir Íslenska krónan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Kjartan, sem meðal annars á sæti í rafkauparáði, var gestur útvarpþáttarins Harmageddon í gær og upplýsti að gríðarlegur áhugi væri meðal landsmanna á Bitcoin. Vægt til orða tekið. „Án þess að ég fari í nákvæmar tölur er aukningin sem verið hefur á síðustu mánuðum er slík að þrátt fyrir að þeir menn sem eru í þessu hefðu trú á að það væri markaður fyrir þessu, bjóst enginn við þessu,“ segir Kjartan. Hann vill slá þann varnagla að hann sé ekki neinn fjárfestingarráðgjafi. Kjartan hafði áður verið í viðtali þann 4. janúar og vakti það viðtal gríðarlega athygli. (Finna má það hér neðar.) Í kjölfarið linnti ekki látunum. Mikil eftirspurn er eftir því að fræðast um hvað þetta er og áhuganum fylgi að menn hafi viljað fjárfesta í Bitcoin. Miklar hækkanir á veðmæti Bictoin að undanförnu hafi verið vatn á þá myllu að undanförnu. Og örlar fyrir því fyrirbæri sem þekkt er meðal verðbréfasala sem er ótti við að menn séu að missa af einhverju. Eitt Bitcoin kostaði í upphafi árs, eða þegar Kjartan var í Harmageddon 4. janúar, 30 þúsund dollara. Þá í áður óþekktum hæðum og síðan fór það í 40 þúsund dollara, en tók þá dýfu. Miklar sveiflur einkenna þennan markað. Frosti Logason útvarpsmaður upplýsti að sjálfur væri hann nánast heltekinn af fyrirbærinu og hann hafi fjárfest í þessum rafmiðli, fyrir þá einhverju hóflega upphæð. „Þetta hefur verið skemmtileg rúm vika hjá mér að kynnast þessu. Byrjaði á því að kaupa einhverja vitleysu, óð af stað og náði mér í eitthvað app og keypti mér einhvern samning eða fjármálagjörning, tók „leverage stöðu“ eins og það heitir. Hefði getað tapað öllu í þeirri dýfu sem kom en seldi áður með hagnaði. Hef síðan prófað mig áfram og þetta er mjög heillandi heimur að kynnast,“ segir Frosti. Kjartan segir þetta kanínuholu með vísan til þess að menn geti hæglega tapað sér í þessu forvitnilega fyrirbæri. Þannig var því farið með sig sjálfan og hann var óþreytandi í að vilja ræða þetta áhugamál sitt. Lengstum voru fáir voru til í að ræða málið við Kjartan en nú anni hann ekki eftirspurn. Allir vilji nú ræða og fræðast um Bitcoin.
Harmageddon Markaðir Rafmyntir Íslenska krónan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira