Strengur orðinn meirihlutaeigandi í Skeljungi Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 11:20 Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Vísir/Vilhelm Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands. Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði.
Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23
Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40