Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 16:15 Zuckerberg og félagar hjá Facebook ætla ekki að gefa Trump færi á að breiða út boðskap sinn á Facebook og Instagram á næstu dögum og vikum. Getty Images/Bill Clark-Pool Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist. Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist.
Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira