Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 16:15 Zuckerberg og félagar hjá Facebook ætla ekki að gefa Trump færi á að breiða út boðskap sinn á Facebook og Instagram á næstu dögum og vikum. Getty Images/Bill Clark-Pool Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist. Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist.
Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira