Á hvaða vegferð er stjórn Íslandspósts? Ólafur Stephensen skrifar 7. janúar 2021 13:30 Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Full ástæða er til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé. Í maí síðastliðnum kynnti Íslandspóstur þau áform sín að fella niður magnafslætti af reglubundnum viðskiptum. Gangi þau áform eftir, munu tveir keppinautar Póstsins, póstsöfnunarfyrirtækin Póstmarkaðurinn og Burðargjöld, neyðast til að hætta starfsemi. Hér er um að ræða fyrirtæki sem safna saman pósti frá stórnotendum, t.d. bönkum og tryggingafélögum, og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur enn í reynd einokunarstöðu á markaði fyrir bréfapóst, þótt einkaréttur fyrirtækisins hafi verið afnuminn með breytingu á póstlögunum í ársbyrjun 2020. Afsláttur upp á 2-5% hefur verið veittur þessum fyrirtækjum vegna þess hagræðis sem Pósturinn hefur af reglubundnum viðskiptum með mjög mikið magn bréfa frá söfnunarfyrirtækjunum. Viðskiptavinir söfnunarfyrirtækjanna njóta fyrir vikið mun betri kjara en þeir myndu njóta í beinum viðskiptum við Íslandspóst. Breytt póstlög gera áfram ráð fyrir að afslættir af þessu tagi séu veittir. Félag atvinnurekenda telur einsýnt að verði þessir magnafslættir afnumdir muni það kippa grundvellinum undan rekstri söfnunarfyrirtækjanna og þau neyðist til að hætta rekstri. Viðskipti þeirra munu falla ríkisfyrirtækinu sjálfu í skaut og einokunarstaða þess styrkist þá enn. Gjaldskrá til notenda póstþjónustu, sem í dag skipta við söfnunarfyrirtækin en myndu neyðast til að skipta við Íslandspóst, myndi að mati félagsins hækka um allt að 70%. Sé 15% hækkun á gjaldskrá bréfapósts hjá Póstinum um áramót tekin með í reikninginn, getur hækkunin numið allt að 96%. Pólitísk stjórn vill drepa samkeppni Póst- og fjarskiptastofnun frestaði gildistöku þessarar gjaldskrárbreytingar Íslandspósts til ársloka 2020, en hefur nú birt ákvörðun, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Póstsins fyrir niðurfellingu afsláttanna sé fullnægjandi og ekki tilefni fyrir stofnunina að grípa inn í málið. Niðurfelling afsláttanna á að taka gildi eftir mánuð. Telja verður fullvíst að söfnunarfyrirtækin skjóti málinu áður til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Í ákvörðun PFS kemur fram það mat Samkeppniseftirlitsins að fram séu komin sjónarmið um að ákvörðun Póstsins um niðurfellingu afsláttanna kunni að fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu ríkisfyrirtækisins. Félag atvinnurekenda hefur lýst mikilli furðu á að hin pólitískt skipaða stjórn Íslandspósts skuli með þessum hætti fylgja fram áformum um að ganga á milli bols og höfuðs á keppinautum fyrirtækisins. Erfitt er að trúa því að trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi, sem ákveða gjaldskrá félagsins, skuli þannig vitandi vits reyna að drepa niður samkeppni á póstmarkaðnum og ná viðskiptum af einkafyrirtækjum til ríkisfyrirtækisins. Forstjóri og stjórn virðast hafa brugðizt skyldum sínum Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði síðasta árs að gjaldskrá Póstsins vegna pakkadreifingar, sem tók gildi í ársbyrjun 2020 og felur að mati FA í sér ólöglega undirverðlagningu, hefði ekki verið borin undir stjórn fyrirtækisins. Samþykktir Póstsins segja skýrt að stjórn félagsins skuli taka ákvarðanir um gjaldskrá í samræmi við þau lög sem um rekstur félagsins gilda. Hafi þáverandi forstjóri ekki borið gjaldskrána undir stjórn, felur það í sér brot gegn samþykktum félagsins. FA vakti athygli á hinni ólöglegu gjaldskrá strax í janúar í fyrra. Hafi stjórnin ekki gripið inn í málið síðan, hefur hún brugðizt þeim eftirlitsskyldum sem hún gegnir, samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félagsins. Stjórnarmenn geta því borið ábyrgð á hinni ólögmætu undirverðlagingu. Með henni er rekstrarhæfi félagsins ógnað. Grafið undan rekstri fyrirtækja sem þjónusta landsbyggðina Pakkagjaldskránni var breytt eftir að Alþingi setti í póstlög ákvæði um að gjaldskrá fyrir pakkasendingar skuli vera sú sama um allt land og var sú breyting rökstudd með byggðasjónarmiðum. Íslandspóstur fór hins vegar þá leið við breytingu gjaldskrárinnar að miða verð um allt land við verð pakkasendinga innan höfuðborgarsvæðisins. Verð fyrir pakkasendingar um lengri veg er því undir raunkostnaði og hefur fyrirtækið viljað að ríkissjóður bætti því tapið á þjónustunni. Póstlögin kveða hins vegar einnig á um að verð fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði, að viðbættri hæfilegri álagningu. Sú lagagrein er einmitt til þess hugsuð að hindra undirverðlagningu, sem skaðar samkeppni. Pakkagjaldskrá Póstsins eins og henni var breytt í upphafi árs 2020 grefur undan rekstri einkafyrirtækja sem hafa um árabil haldið uppi vörudreifingu úti um land á markaðslegum forsendum. Það á ekki eingöngu við um landflutningafyrirtækin, sem eru með flutninganet um allt land, heldur einnig staðbundin dreifingarfyrirtæki. Þetta er skrýtnasta byggðastefna sem um getur; að grafa undan einkafyrirtækjum sem þjónusta landsbyggðina með því að niðurgreiða þjónustu ríkisfyrirtækisins. Vangeta stjórnvalda og eftirlitsstofnana til að grípa inn í framferði Íslandspósts á póstmarkaðnum vekur óneitanlega athygli. Það er þó sérkennilegast af öllu að stjórnarmenn fyrirtækisins, sem njóta trúnaðar stjórnmálaflokkanna á þingi, skuli ganga þannig fram til að skaða rekstur einkafyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Pósturinn Samkeppnismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Full ástæða er til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé. Í maí síðastliðnum kynnti Íslandspóstur þau áform sín að fella niður magnafslætti af reglubundnum viðskiptum. Gangi þau áform eftir, munu tveir keppinautar Póstsins, póstsöfnunarfyrirtækin Póstmarkaðurinn og Burðargjöld, neyðast til að hætta starfsemi. Hér er um að ræða fyrirtæki sem safna saman pósti frá stórnotendum, t.d. bönkum og tryggingafélögum, og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur enn í reynd einokunarstöðu á markaði fyrir bréfapóst, þótt einkaréttur fyrirtækisins hafi verið afnuminn með breytingu á póstlögunum í ársbyrjun 2020. Afsláttur upp á 2-5% hefur verið veittur þessum fyrirtækjum vegna þess hagræðis sem Pósturinn hefur af reglubundnum viðskiptum með mjög mikið magn bréfa frá söfnunarfyrirtækjunum. Viðskiptavinir söfnunarfyrirtækjanna njóta fyrir vikið mun betri kjara en þeir myndu njóta í beinum viðskiptum við Íslandspóst. Breytt póstlög gera áfram ráð fyrir að afslættir af þessu tagi séu veittir. Félag atvinnurekenda telur einsýnt að verði þessir magnafslættir afnumdir muni það kippa grundvellinum undan rekstri söfnunarfyrirtækjanna og þau neyðist til að hætta rekstri. Viðskipti þeirra munu falla ríkisfyrirtækinu sjálfu í skaut og einokunarstaða þess styrkist þá enn. Gjaldskrá til notenda póstþjónustu, sem í dag skipta við söfnunarfyrirtækin en myndu neyðast til að skipta við Íslandspóst, myndi að mati félagsins hækka um allt að 70%. Sé 15% hækkun á gjaldskrá bréfapósts hjá Póstinum um áramót tekin með í reikninginn, getur hækkunin numið allt að 96%. Pólitísk stjórn vill drepa samkeppni Póst- og fjarskiptastofnun frestaði gildistöku þessarar gjaldskrárbreytingar Íslandspósts til ársloka 2020, en hefur nú birt ákvörðun, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Póstsins fyrir niðurfellingu afsláttanna sé fullnægjandi og ekki tilefni fyrir stofnunina að grípa inn í málið. Niðurfelling afsláttanna á að taka gildi eftir mánuð. Telja verður fullvíst að söfnunarfyrirtækin skjóti málinu áður til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Í ákvörðun PFS kemur fram það mat Samkeppniseftirlitsins að fram séu komin sjónarmið um að ákvörðun Póstsins um niðurfellingu afsláttanna kunni að fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu ríkisfyrirtækisins. Félag atvinnurekenda hefur lýst mikilli furðu á að hin pólitískt skipaða stjórn Íslandspósts skuli með þessum hætti fylgja fram áformum um að ganga á milli bols og höfuðs á keppinautum fyrirtækisins. Erfitt er að trúa því að trúnaðarmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi, sem ákveða gjaldskrá félagsins, skuli þannig vitandi vits reyna að drepa niður samkeppni á póstmarkaðnum og ná viðskiptum af einkafyrirtækjum til ríkisfyrirtækisins. Forstjóri og stjórn virðast hafa brugðizt skyldum sínum Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði síðasta árs að gjaldskrá Póstsins vegna pakkadreifingar, sem tók gildi í ársbyrjun 2020 og felur að mati FA í sér ólöglega undirverðlagningu, hefði ekki verið borin undir stjórn fyrirtækisins. Samþykktir Póstsins segja skýrt að stjórn félagsins skuli taka ákvarðanir um gjaldskrá í samræmi við þau lög sem um rekstur félagsins gilda. Hafi þáverandi forstjóri ekki borið gjaldskrána undir stjórn, felur það í sér brot gegn samþykktum félagsins. FA vakti athygli á hinni ólöglegu gjaldskrá strax í janúar í fyrra. Hafi stjórnin ekki gripið inn í málið síðan, hefur hún brugðizt þeim eftirlitsskyldum sem hún gegnir, samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félagsins. Stjórnarmenn geta því borið ábyrgð á hinni ólögmætu undirverðlagingu. Með henni er rekstrarhæfi félagsins ógnað. Grafið undan rekstri fyrirtækja sem þjónusta landsbyggðina Pakkagjaldskránni var breytt eftir að Alþingi setti í póstlög ákvæði um að gjaldskrá fyrir pakkasendingar skuli vera sú sama um allt land og var sú breyting rökstudd með byggðasjónarmiðum. Íslandspóstur fór hins vegar þá leið við breytingu gjaldskrárinnar að miða verð um allt land við verð pakkasendinga innan höfuðborgarsvæðisins. Verð fyrir pakkasendingar um lengri veg er því undir raunkostnaði og hefur fyrirtækið viljað að ríkissjóður bætti því tapið á þjónustunni. Póstlögin kveða hins vegar einnig á um að verð fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði, að viðbættri hæfilegri álagningu. Sú lagagrein er einmitt til þess hugsuð að hindra undirverðlagningu, sem skaðar samkeppni. Pakkagjaldskrá Póstsins eins og henni var breytt í upphafi árs 2020 grefur undan rekstri einkafyrirtækja sem hafa um árabil haldið uppi vörudreifingu úti um land á markaðslegum forsendum. Það á ekki eingöngu við um landflutningafyrirtækin, sem eru með flutninganet um allt land, heldur einnig staðbundin dreifingarfyrirtæki. Þetta er skrýtnasta byggðastefna sem um getur; að grafa undan einkafyrirtækjum sem þjónusta landsbyggðina með því að niðurgreiða þjónustu ríkisfyrirtækisins. Vangeta stjórnvalda og eftirlitsstofnana til að grípa inn í framferði Íslandspósts á póstmarkaðnum vekur óneitanlega athygli. Það er þó sérkennilegast af öllu að stjórnarmenn fyrirtækisins, sem njóta trúnaðar stjórnmálaflokkanna á þingi, skuli ganga þannig fram til að skaða rekstur einkafyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun