„Líklega verða börn oftar send heim“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:15 Formaður félags stjórnenda leikskóla er ekki sammála skóla og frístundasviði borgarinnar um að stytting vinnuvikunnar án viðbótarfjármagns muni ekki bitna á þjónustu. Fyrirséð sé að börnin verði oftar send fyrr heim. Vísir/Vilhelm Fyrirséð er að þjónusta í leikskólum muni skerðast við útfærslu styttingar vinnuvikunnar því viðbótarfjármagn fylgir ekki með framkvæmdinni. Líklega verða börn oftar send fyrr heim vegna svokallaðrar fáliðunarstefnu. Þetta segir formaður Félags stjórnenda leikskóla. 1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Sjá meira
1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Sjá meira