Lífið

Magnað dróna­mynd­band af flug­elda­dýrðinni við Hall­gríms­kirkju

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugeldar yfir Skólavörðuholti í kringum miðnætti.
Flugeldar yfir Skólavörðuholti í kringum miðnætti. Vísir/Egill

Duglega var skotið upp af flugeldum á höfuðborgarsvæðinu í tilefni áramóta í gærkvöldi. Skotgleðin við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti náði hámarki í kringum miðnætti en Egill Aðalsteinsson tökumaður fréttastofu náði mögnuðum drónamyndum af flugeldadýrðinni í gær. Myndband Egils má sjá hér fyrir neðan.

Stillt var í veðri á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, og raunar á öllu landinu, sem m.a. olli því að reykjarmökkurinn úr flugeldunum sat lengi yfir borginni. Svifrykið sést einmitt vel í myndbandinu hér fyrir neðan en loftgæði voru mjög slæm í höfuðborginni í gærkvöldi og fram eftir morgni í dag.

Þá ber að geta þess að lögreglu var tilkynnt um hópamyndun við Hallgrímskirkju um klukkan eitt í nótt. Mikill fólksfjöldi sést einmitt á myndum Egils sem teknar voru á miðnætti.


Tengdar fréttir

Vísbendingar um að fólk hafi verið að gleyma sér

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×