Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2020 17:16 Sigmundur Davíð vonar að nýtt lógó Samfylkingarinnar sé til marks um nýja stefnu flokksins. visir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn þeirra sem sendir Samfylkingunni afmæliskveðjur. En flokkurinn er 20 ára gamall í dag. Sigmundur sendir kveðjur á Facebooksíðu sinni og birtir með uppfært einkennismerki sem Samfylkingin kynnti í tilefni dagsins. „Óska Samfylkingunni til hamingju með 20 ára afmælið,“ skrifar Sigmundur Davíð. En, honum hefur líkast til fundist þetta full vinsamleg kveðja til félaga sinna í stjórnarandstöðunni því formaðurinn hnýtir þá við setninguna: „… og vona að nýtt logo gefi vísbendingu um stefnubreytingu.“ Sigmundur reynir ekki að lesa neitt frekar í hið nýja merki Samfylkingarinnar. Sennilega þykir honum þar fátt að frétta öfugt við það þegar merki Miðflokksins, sem er afar frábrugðið merki Samfylkingarinnar, var kynnt til sögunnar. Sigmundur Davíð fylgdi merki hins nýja flokks síns úr hlaði 3. október 2017 með þeim orðum að íslenski hesturinn hafur fylgt Íslendingum frá upphafi; þjóðlegur en um leið eitt af táknum landsins út á við. „Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng. Íslenski hesturinn er vinalegur en getur risið upp á afturlappirnar þegar hann þarf að sýna kraft sinn og óttaleysi.“ Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn þeirra sem sendir Samfylkingunni afmæliskveðjur. En flokkurinn er 20 ára gamall í dag. Sigmundur sendir kveðjur á Facebooksíðu sinni og birtir með uppfært einkennismerki sem Samfylkingin kynnti í tilefni dagsins. „Óska Samfylkingunni til hamingju með 20 ára afmælið,“ skrifar Sigmundur Davíð. En, honum hefur líkast til fundist þetta full vinsamleg kveðja til félaga sinna í stjórnarandstöðunni því formaðurinn hnýtir þá við setninguna: „… og vona að nýtt logo gefi vísbendingu um stefnubreytingu.“ Sigmundur reynir ekki að lesa neitt frekar í hið nýja merki Samfylkingarinnar. Sennilega þykir honum þar fátt að frétta öfugt við það þegar merki Miðflokksins, sem er afar frábrugðið merki Samfylkingarinnar, var kynnt til sögunnar. Sigmundur Davíð fylgdi merki hins nýja flokks síns úr hlaði 3. október 2017 með þeim orðum að íslenski hesturinn hafur fylgt Íslendingum frá upphafi; þjóðlegur en um leið eitt af táknum landsins út á við. „Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng. Íslenski hesturinn er vinalegur en getur risið upp á afturlappirnar þegar hann þarf að sýna kraft sinn og óttaleysi.“
Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira