Mannréttindi í sjávarútvegi Arnar Atlason skrifar 5. maí 2020 15:30 Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun