Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 15:05 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu. Vísir/Getty Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent