„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Agnar Már Másson skrifar 7. janúar 2026 22:25 Ríkisstjóri Minnesota skellir skömminni á ICE og Trump-stjórnina. Samett/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. Forsetinn tjáir sig um málið í færslu á samfélagsmiðlum. Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut í dag 37 ára konu, og bandarískan ríkisborgara, til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota þar sem hún sat í bílnum sínum, að sögn yfirvalda. Ráðuneytið gaf þær skýringar að „óeirðarseggur“ hefði „vopnvætt“ ökutæki sitt og ICE-liðinn, sem hefði óttast um líf sitt, svarað með „varnarskoti“. Trump vill meina að konan hafi ekið grimmlega yfir fulltrúa ICE en af myndskeiði af vettvangi að dæma er ekki að sjá að nokkur ICE-fulltrúi hafi hafnað undir bílnum. Sjónarvottar lýstu því við staðarmiðilinn MPR að konan hefði lagt bílnum á miðri götu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar. Þeir segja að atvikið hafi gerst um klukkan 9.30 að staðartíma við Portland Avenue. Trump regime ICE troops murdered a US citizen, a woman in Minneapolis. She was shot point blank in the face according to witnesses. Footage shows her drive away as an ICE trooper shoots into her car window, causing her car to lose control. pic.twitter.com/ASz7lWS9y2— Anonymous (@YourAnonCentral) January 7, 2026 Á myndskeiðum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá að minnsta kosti þrjá vopnaða ICE-liða nálgast tækið, einn þeirra reyna að opna hurðina meðan annar nálgaðist bílinn að framanverðu. Þegar bílnum var síðan ekið örlítið aftur á bak og svo aftur fram hleypti annar ICE-fulltrúinn skotum í að bílnum er hann smeygði sér undan ökutækinu. Þá virðist hann einnig hafa reynt að skjóta í gegnum hliðarrúðu bílsins. Á ljósmyndum má sjá skotfar í framrúðu bílsins. ICE-fulltrúinn liggi upp á spítala „Þessi atvik eru að gerast vegna þess að öfgavinstrið er að ógna, ráðast á og beina spjótum sínum að lögreglumönnum og fulltrúum ICE á hverjum degi,“ segir Bandaríkjaforseti. Enn fremur kveðst Trump eiga erfitt með að trúa að ICE-fulltrúinn sé enn á lífi og forsetinn segir hann liggja á sjúkrahúsi. Úr færslu Trumps í kvöld.Skjáskot/Truth Social „Drullið ykkur út“ Borgarstjóri Minneapolis og ríkisstjóri Minnestora harma atvikið og gefa lítið fyrir skýringar ICE og Heimavarnaráðuneytisins. „Drullið ykkur út úr Minneapolis,“ beindi Jacob Frey borgarstjóri til fulltrúa ICE í borginni. Hann sagði aðgerðir stofnunarinnar í Minneapolis til þess fallnar að skapa óreiðu. „Trúið ekki þessari áróðursvél,“ sagði Tim Walz ríkisstjóri á X en í gær ræsti Trump-stjórnin út tvö þúsund ICE-fulltrúa til tvíburaborganna Saint Paul og Minneapolis í rækilegri óþökk stjórnvalda þar. Tim Walz er ríkisstjóri Minnesota og var varaforsetaefni Kamölu Harris í síðustu forsetakosningum.AP Í ræðu í kvöld mælti Walz gegn því við íbúa Minnesota „að bíta á agnið“ og biðlaði til íbúa að halda ró sinni. NBC hefur eftir heimildarmanni í ICE að fulltrúum eftirlitsins sé ráðlagt að nálgast ekki bifreiðar að framanverðu og skjóta aldrei á ökutæki á ferð. Íbúar í Minneapolis bera lögregluyfirvöldum ekki ávallt fagra söguna. Aðeins nokkrum götum frá var blökkumaðurinn George Floyd myrtur árið 2020 af hvítum lögreglumanni í borginni sem var að handtaka hann vegna gruns um að hafa borgað með fölsuðum seðli. Lögreglumaðurinn þrýsti hné sínu á háls Floyd þar til hann lést. Upp úr þessu spratt bylgja mótmæla víða um Bandaríkin sem kenndu sig við Black Lives Matter en víða spunnust mótmælin svo út í óeirðir, ekki síst í Minneapolis. Mótmæli brutust út við vettvang lögregluaðgerðarinnar í dag og einhver átök voru á svæðinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Forsetinn tjáir sig um málið í færslu á samfélagsmiðlum. Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut í dag 37 ára konu, og bandarískan ríkisborgara, til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota þar sem hún sat í bílnum sínum, að sögn yfirvalda. Ráðuneytið gaf þær skýringar að „óeirðarseggur“ hefði „vopnvætt“ ökutæki sitt og ICE-liðinn, sem hefði óttast um líf sitt, svarað með „varnarskoti“. Trump vill meina að konan hafi ekið grimmlega yfir fulltrúa ICE en af myndskeiði af vettvangi að dæma er ekki að sjá að nokkur ICE-fulltrúi hafi hafnað undir bílnum. Sjónarvottar lýstu því við staðarmiðilinn MPR að konan hefði lagt bílnum á miðri götu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar. Þeir segja að atvikið hafi gerst um klukkan 9.30 að staðartíma við Portland Avenue. Trump regime ICE troops murdered a US citizen, a woman in Minneapolis. She was shot point blank in the face according to witnesses. Footage shows her drive away as an ICE trooper shoots into her car window, causing her car to lose control. pic.twitter.com/ASz7lWS9y2— Anonymous (@YourAnonCentral) January 7, 2026 Á myndskeiðum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá að minnsta kosti þrjá vopnaða ICE-liða nálgast tækið, einn þeirra reyna að opna hurðina meðan annar nálgaðist bílinn að framanverðu. Þegar bílnum var síðan ekið örlítið aftur á bak og svo aftur fram hleypti annar ICE-fulltrúinn skotum í að bílnum er hann smeygði sér undan ökutækinu. Þá virðist hann einnig hafa reynt að skjóta í gegnum hliðarrúðu bílsins. Á ljósmyndum má sjá skotfar í framrúðu bílsins. ICE-fulltrúinn liggi upp á spítala „Þessi atvik eru að gerast vegna þess að öfgavinstrið er að ógna, ráðast á og beina spjótum sínum að lögreglumönnum og fulltrúum ICE á hverjum degi,“ segir Bandaríkjaforseti. Enn fremur kveðst Trump eiga erfitt með að trúa að ICE-fulltrúinn sé enn á lífi og forsetinn segir hann liggja á sjúkrahúsi. Úr færslu Trumps í kvöld.Skjáskot/Truth Social „Drullið ykkur út“ Borgarstjóri Minneapolis og ríkisstjóri Minnestora harma atvikið og gefa lítið fyrir skýringar ICE og Heimavarnaráðuneytisins. „Drullið ykkur út úr Minneapolis,“ beindi Jacob Frey borgarstjóri til fulltrúa ICE í borginni. Hann sagði aðgerðir stofnunarinnar í Minneapolis til þess fallnar að skapa óreiðu. „Trúið ekki þessari áróðursvél,“ sagði Tim Walz ríkisstjóri á X en í gær ræsti Trump-stjórnin út tvö þúsund ICE-fulltrúa til tvíburaborganna Saint Paul og Minneapolis í rækilegri óþökk stjórnvalda þar. Tim Walz er ríkisstjóri Minnesota og var varaforsetaefni Kamölu Harris í síðustu forsetakosningum.AP Í ræðu í kvöld mælti Walz gegn því við íbúa Minnesota „að bíta á agnið“ og biðlaði til íbúa að halda ró sinni. NBC hefur eftir heimildarmanni í ICE að fulltrúum eftirlitsins sé ráðlagt að nálgast ekki bifreiðar að framanverðu og skjóta aldrei á ökutæki á ferð. Íbúar í Minneapolis bera lögregluyfirvöldum ekki ávallt fagra söguna. Aðeins nokkrum götum frá var blökkumaðurinn George Floyd myrtur árið 2020 af hvítum lögreglumanni í borginni sem var að handtaka hann vegna gruns um að hafa borgað með fölsuðum seðli. Lögreglumaðurinn þrýsti hné sínu á háls Floyd þar til hann lést. Upp úr þessu spratt bylgja mótmæla víða um Bandaríkin sem kenndu sig við Black Lives Matter en víða spunnust mótmælin svo út í óeirðir, ekki síst í Minneapolis. Mótmæli brutust út við vettvang lögregluaðgerðarinnar í dag og einhver átök voru á svæðinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira