Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2020 13:08 Óvissa er uppi um hvort Garðabær, Reykjavíkurborg og Kópavogur muni koma til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira