Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2020 13:08 Óvissa er uppi um hvort Garðabær, Reykjavíkurborg og Kópavogur muni koma til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira