Hver vill alræðisvald? Heiðar Guðjónsson skrifar 30. apríl 2020 11:10 Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Heiðar Guðjónsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar