Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:46 Árni Gunnarsson forstjóri Icelandair Connect. Vísir/Egill Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ferðaskipuleggjandinn Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Iceland Travel, má rekja uppsagnirnar til hins „algjöra tekjufalls“ sem orðið hefur í ferðaþjónustu vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrirtækið hafði þegar lækkað starfshlutfall starfsmanna sinna en í pósti Árna til starfsfólks í dag segir hann að ekki verði hjá uppsögnum komist. „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ skrifar Árni. Samhliða þessu verður mannauðssvið Iceland Travel lagt niður og upplýsingatæknideild félagsins verður sameinuð upplýsingatæknisviði Icelandair. Breytingarnar fela einnig í sér að framleiðsla og rekstur sameinast undir stjórn Berglaugar Skúladóttur. „Ferðaþjónusta í öllum heiminum á undir högg að sækja og við ekki undanskilin þar en þegar rofar til veit ég að Ísland mun koma sterkt inn sem áfangastaður og Iceland Travel mun ná að vaxa aftur þegar þar að kemur,“ skrifar Árni. Vísir reyndi að ná í Árna í morgun án árangurs. Viðbúið var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu segja upp starfsfólki um þessi mánaðamót. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um 150 uppsagnir í morgun, 30 var sagt upp hjá Fríhöfninni, auk þess sem Icelandair sögðu rúmlega 2000 manns upp störfum í gær í stærstu einstöku hópuppsögn Íslandssögunnar. Það sem af er degi hafa Vinnumálastofnun borist 8 tilkynningar um uppsagnir þar sem 265 hefur verið sagt upp störfum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40